Fleiri fréttir

Tilþrifasyrpa Martins í stórleiknum í Pétursborg

Martin Hermannsson var maður leiksins þegar Alba Berlín vann mikilvægan sigur á Zenit í Pétursborg í Rússlandi á fimmtudagskvöld, í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta.

Segir ÍA hafa hafnað mettilboði í íslenskum fótbolta

FH-ingar vilja endurheimta bakvörðinn Hörð Inga Gunnarsson frá ÍA og eru tilbúnir að borga hærra verð en áður hefur verið greitt fyrir leikmann í félagaskiptum á milli tveggja íslenskra knattspyrnufélaga. Skagamenn vilja hins vegar halda leikmanninum.

Hláturmildur Mourinho skemmti skólakrökkum

Jose Mourinho hefur ekki haft mikla ástæðu til að kætast undanfarið eftir tap í Meistaradeild Evrópu í vikunni og eftir að Son Heung-min meiddist á hendi á sunnudag og bættist þar með á meiðslalistann hjá Tottenham.

Sara ein á toppnum eftir þriðju grein

Sara Sigmundsdóttir hefur tekið forystuna á Wodapalooza Crossfit-mótinu í Miami eftir þrjár greinar af sjö en hún fær áfram harða keppni frá Tia-Clair Toomey sem þótti sigurstrangleg fyrir mótið.

Elías áfram á skotskónum í tíu marka leik | Aron skoraði aftur

Það gerist ekki á hverjum degi að tíu mörk séu skoruð í fótboltaleik en það gerðist þegar Excelsior og Den Bosch mættust í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Elías Már Ómarsson hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir Excelsior í 6-4 sigri.

Syrtir enn í álinn hjá Birki og félögum

Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eru í næstneðsta sæti ítölsku deildarinnar og máttu sætta sig við 2-1 tap á heimavelli gegn Napoli í kvöld þrátt fyrir að vera 1-0 yfir í hálfleik.

Samúel fékk frumraunina gegn Bayern München

Samúel Kári Friðjónsson lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Paderborn í þýsku 1. deildinni í fótbolta þegar hann kom inn á í leik gegn 29-földum Þýskalandsmeisturum Bayern München.

Sara bíður áfram á hliðarlínunni

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur átt við meiðsli að stríða og ekki getað spilað með Wolfsburg eftir að keppni í Þýskalandi hófst að nýju eftir áramót.

Rúnar með tíu mörk gegn Ólafi og Árna

Rúnar Kárason lét mikið til sín taka þegar lið hans Ribe-Esbjerg gerði 26-26 jafntefli við Kolding í slag Íslendingaliða í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

KR gerði jafntefli við Cincinnati

Íslandsmeistarar KR skoruðu þrívegis gegn FC Cincinnati þegar liðin mættust í æfingaleik í Bandaríkjunum í dag. Um var að ræða seinni leik KR í Bandaríkjaferð liðsins og síðasta leik Cincinnati fyrir nýja leiktíð í MLS-deildinni.

Guardiola um Sterling: Bönnum ekki leikmönnum að tjá sig

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé sér að meinalausu þó að leikmenn City tjái sig um möguleikann á að fara til annarra félaga, eins og Raheem Sterling gerði í viðtali við spænska blaðið AS.

„Ragnar hinn ryðgaði“

Ragnar Sigurðsson fékk lægstu einkunn leikmanna FCK hjá miðlinum BT er dönsku meistaranir gerðu 1-1 jafntefli við Celtic í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir