Körfubolti

Tilþrifasyrpa Martins í stórleiknum í Pétursborg

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Hermannsson á ferðinni í leiknum gegn Zenit.
Martin Hermannsson á ferðinni í leiknum gegn Zenit. vísir/getty

Martin Hermannsson var maður leiksins þegar Alba Berlín vann mikilvægan sigur á Zenit í Pétursborg í Rússlandi á fimmtudagskvöld, í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta.Martin nýtti skotin sín afar vel og skoraði 24 stig og átti sjö stoðsendingar í leiknum sem Alba Berlín vann 83-81. Hægt er að sjá körfur kappans og stoðsendingar í myndbandinu hér að neðan.

Martin var stigahæstur í leiknum og átti sinn besta leik í EuroLeague til þessa, strax í kjölfarið á því að hafa verið maður leiksins þegar Alba Berlín varð bikarmeistari um síðustu helgi. Hann fékk 27 framlagspunkta í leiknum í Rússlandi.Alba Berlín hefur unnið níu af 25 leikjum sínum í EuroLeague í vetur. Liðið tekur á móti Anadolu Efes Istanbúl næsta fimmtudagskvöld og fær svo Barcelona í heimsókn 4. mars.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Martin fór aftur á kostum í Euroleague leik í Grikklandi

Martin Hermannsson átti stórleik með Alba Berlín í Euroleague í gærkvöldi þegar þýska liðið vann sjö stiga útisigur á gríska liðinu Olympiacos. Hér má smá myndband með íslenska bakverðinum á gólfinu í Aþenu í gær.

Martin stórkostlegur í Rússlandi

Á meðan að félagar hans úr íslenska landsliðinu leika við Kósóvó í forkeppni HM átti Martin Hermannsson stórleik í EuroLeague í kvöld þegar nýkrýndir bikarmeistarar Alba Berlín frá Þýskalandi unnu Zenit St. Pétursborg í Rússlandi, 83-81.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.