Körfubolti

Tilþrifasyrpa Martins í stórleiknum í Pétursborg

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Hermannsson á ferðinni í leiknum gegn Zenit.
Martin Hermannsson á ferðinni í leiknum gegn Zenit. vísir/getty

Martin Hermannsson var maður leiksins þegar Alba Berlín vann mikilvægan sigur á Zenit í Pétursborg í Rússlandi á fimmtudagskvöld, í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta.

Martin nýtti skotin sín afar vel og skoraði 24 stig og átti sjö stoðsendingar í leiknum sem Alba Berlín vann 83-81. Hægt er að sjá körfur kappans og stoðsendingar í myndbandinu hér að neðan.

Martin var stigahæstur í leiknum og átti sinn besta leik í EuroLeague til þessa, strax í kjölfarið á því að hafa verið maður leiksins þegar Alba Berlín varð bikarmeistari um síðustu helgi. Hann fékk 27 framlagspunkta í leiknum í Rússlandi.

Alba Berlín hefur unnið níu af 25 leikjum sínum í EuroLeague í vetur. Liðið tekur á móti Anadolu Efes Istanbúl næsta fimmtudagskvöld og fær svo Barcelona í heimsókn 4. mars.


Tengdar fréttir

Martin stórkostlegur í Rússlandi

Á meðan að félagar hans úr íslenska landsliðinu leika við Kósóvó í forkeppni HM átti Martin Hermannsson stórleik í EuroLeague í kvöld þegar nýkrýndir bikarmeistarar Alba Berlín frá Þýskalandi unnu Zenit St. Pétursborg í Rússlandi, 83-81.

Martin fór aftur á kostum í Euroleague leik í Grikklandi

Martin Hermannsson átti stórleik með Alba Berlín í Euroleague í gærkvöldi þegar þýska liðið vann sjö stiga útisigur á gríska liðinu Olympiacos. Hér má smá myndband með íslenska bakverðinum á gólfinu í Aþenu í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.