Handbolti

Rúnar með tíu mörk gegn Ólafi og Árna

Sindri Sverrisson skrifar
Rúnar Kárason raðaði inn mörkum í kvöld.
Rúnar Kárason raðaði inn mörkum í kvöld. vísir/getty

Rúnar Kárason lét mikið til sín taka þegar lið hans Ribe-Esbjerg gerði 26-26 jafntefli við Kolding í slag Íslendingaliða í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Rúnar skoraði 10 mörk og var markahæstur á vellinum. Hann jafnaði metin í 26-26 þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka en skot hans á lokasekúndu leiksins var hins vegar varið.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvö marka Ribe en Daníel Þór Ingason var ekki á meðal markaskorara. Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyjólfsson skoruðu ekki heldur fyrir Kolding en Ólafur fékk tvær brottvísanir. Fram kom fyrr í dag að Ólafur færi frá Kolding í sumar og að líklegt væri að Árni Bragi færi einnig.

Ribe komst með jafnteflinu upp fyrir Skjern í 5. sæti deildarinnar með 24 stig, stigi á eftir Bjerringbro-Silkeborg sem mætir Skjern á morgun. Kolding er í 12. sæti með 11 stig, fjórum stigum frá beinu falli en annars á leið í umspil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.