Landsliðsmaður blandar sér í umræðuna um umdeilda sigurkörfu Njarðvíkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 10:01 Bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir voru saman í landsliðshópnun í vetur. Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt á móti Val í Subway deild karla í körfubolta. Þeir eru þar þökk sé magnaðri flautukörfu Þorvaldar Orra Árnasonar. Þórsarar voru mjög ósáttir með að þessi karfa hans hafi fengið að standa og hafa verið duglegir að gagnrýna hana á samfélagsmiðlum sem og annars staðar. Þjálfari Þórsliðsins, Lárus Jónsson, gagnrýndi þetta líka en af sinni kunnu kurteisi, þrátt fyrir gríðarlegt svekkelsi rétt eftir leik. Gagnrýnin kemur víða að og þar á meðal frá Belgíu þar sem landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson spilar með liði Belfius Mons-Hainaut. Hér má sjá hvað Styrmir Snær Þrastarson birti á samfélagsmiðlum sínum.@styrmir_thrastar Styrmir er eins og kunnugt er Þórsari en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2021, spilaði með liðinu á síðasta tímabili og í Þórsliðinu í dag er yngri bróðir hans Tómas Valur Þrastarson. Það er búið að skoða það vel og í raun sanna það að Þorvaldur Orri náði að sleppa boltanum áður en þessar 0,9 sekúndur liðu á klukkunni. Á því leikur enginn vafi. Styrmir er hins vegar að benda á það að klukkan var ekki stoppuð á réttum tíma eftir að Darwin Davis skoraði í sókninni á undan og kom Þórsliðinu þá í 97-95. Hann sýnir mynd af því þegar klukkan stendur í 0,9 og boltinn er ekki kominn alla leið í gegnum netið. Með þessu birtir Styrmir síðan brot úr reglubók FIBA þar sem er nákvæmlega útskýrt hvenær á að stoppa klukkuna. Hana á ekki að stöðva fyrr en boltinn er farinn allur í gegnum netið. Klippa: Umfjöllun um sigurkörfu Þorvaldar Orra Á þessu tvennu sést að Þorvaldur Orri átti líklegst aldrei að fá þessar 0,9 sekúndur til að skora þessa stórkostlegu sigurkörfu sína. Þessi umdeilda karfa fékk hins vegar að standa því dómararnir fóru ekki yfir það hvort tíminn hafi verið stöðvaður á réttum tíma. Eftir það gátu þeir aðeins skoðað hvort Þorvaldur Orri sleppti boltanum áður en klukkan rann út og það gerði hann. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllun um þessa körfu í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í Ljónagryfjunni. Það verður talað lengi um þessa ótrúlegu og umdeildu körfu en úrslitunum verður ekki breytt. Þórsarar eru komnir í sumarfrí en Njarðvíkingar hefja leik í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Val. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu stöð klukkan 19.45. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Þórsarar voru mjög ósáttir með að þessi karfa hans hafi fengið að standa og hafa verið duglegir að gagnrýna hana á samfélagsmiðlum sem og annars staðar. Þjálfari Þórsliðsins, Lárus Jónsson, gagnrýndi þetta líka en af sinni kunnu kurteisi, þrátt fyrir gríðarlegt svekkelsi rétt eftir leik. Gagnrýnin kemur víða að og þar á meðal frá Belgíu þar sem landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson spilar með liði Belfius Mons-Hainaut. Hér má sjá hvað Styrmir Snær Þrastarson birti á samfélagsmiðlum sínum.@styrmir_thrastar Styrmir er eins og kunnugt er Þórsari en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2021, spilaði með liðinu á síðasta tímabili og í Þórsliðinu í dag er yngri bróðir hans Tómas Valur Þrastarson. Það er búið að skoða það vel og í raun sanna það að Þorvaldur Orri náði að sleppa boltanum áður en þessar 0,9 sekúndur liðu á klukkunni. Á því leikur enginn vafi. Styrmir er hins vegar að benda á það að klukkan var ekki stoppuð á réttum tíma eftir að Darwin Davis skoraði í sókninni á undan og kom Þórsliðinu þá í 97-95. Hann sýnir mynd af því þegar klukkan stendur í 0,9 og boltinn er ekki kominn alla leið í gegnum netið. Með þessu birtir Styrmir síðan brot úr reglubók FIBA þar sem er nákvæmlega útskýrt hvenær á að stoppa klukkuna. Hana á ekki að stöðva fyrr en boltinn er farinn allur í gegnum netið. Klippa: Umfjöllun um sigurkörfu Þorvaldar Orra Á þessu tvennu sést að Þorvaldur Orri átti líklegst aldrei að fá þessar 0,9 sekúndur til að skora þessa stórkostlegu sigurkörfu sína. Þessi umdeilda karfa fékk hins vegar að standa því dómararnir fóru ekki yfir það hvort tíminn hafi verið stöðvaður á réttum tíma. Eftir það gátu þeir aðeins skoðað hvort Þorvaldur Orri sleppti boltanum áður en klukkan rann út og það gerði hann. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllun um þessa körfu í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í Ljónagryfjunni. Það verður talað lengi um þessa ótrúlegu og umdeildu körfu en úrslitunum verður ekki breytt. Þórsarar eru komnir í sumarfrí en Njarðvíkingar hefja leik í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Val. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu stöð klukkan 19.45.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira