Sport

Sló heimsmetið í þrístökki og fagnaði gríðarlega

Sindri Sverrisson skrifar
Yulimar Rojas er tvöfaldur heimsmeistari í þrístökki.
Yulimar Rojas er tvöfaldur heimsmeistari í þrístökki. vísir/getty

Yulimar Rojas frá Venesúela bætti í kvöld 16 ára gamalt heimsmet í þrístökki innanhúss þegar hún stökk 15,43 metra í sjöttu og síðustu tilraun á heimsbikarmóti í Madrid.

Rojas, sem er 24 ára gömul og tvöfaldur heimsmeistari, bætti met hinnar rússnesku Tatjönu Lebedeva um sjö sentímetra. Hún fagnaði að vonum gríðarlega eins og sjá má hér að neðan.

Rojas setti suður-amerískt met fyrr í þessum mánuði þegar hún stökk 15,03 metra.

Heimsmetið í þrístökki utanhúss stendur enn en það er 15,50 metrar og í eigu hinnar sænsku Inessa Kravets sem setti metið í Gautaborg árið 1995.


Tengdar fréttir

Bætti heimsmetið í annað sinn á viku

Ný stjarna er fædd í frjálsíþróttaheiminum en hinn sænsk/bandaríski Armand Duplantis bætti í dag heimsmetið í stangarstökki í annað sinn á einni viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.