Sport

Í beinni í dag: Handboltatvíhöfði í Hafnarfirði og frumraun nýja Barcelona-mannsins?

Sindri Sverrisson skrifar
Haukar hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið en taka á móti Aftureldingu sem hefur ekki unnið leik síðan fyrir jól.
Haukar hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið en taka á móti Aftureldingu sem hefur ekki unnið leik síðan fyrir jól. Vísir/Bára

Það verða þrír leikir í spænska boltanum, bestu kylfingar heims, handboltatvíhöfði á Ásvöllum, ítalskur og enskur bolti í beinni útsendingu á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag.

Haukar og Valur mætast í Olís-deild kvenna kl. 16.45 en Haukakonur þurfa á sigri að halda til að komast nær sæti í úrslitakeppninni á meðan að Valur er þremur stigum á eftir Fram í baráttunni um efsta sæti. Í kjölfarið tekur karlalið Hauka á móti Aftureldingu og freistar þess að réttar úr kútnum eftir þrjú töp í röð. Liðið er stigi á eftir toppliði Vals. Afturelding hefur ekki fagnað sigri eftir jól en er með 23 stig í 5. sæti, þremur stigum frá toppnum.

Barcelona og Real Madrid berjast um Spánarmeistaratitilinn og er Real stigi ofar. Bæði lið eru á ferðinni í dag en Börsungar fá Eibar í heimsókn þar sem Daninn Martin Braithwaite gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Barcelona eftir vistaskiptin óvæntu frá Leganes í vikunni. Real Madrid sækir Levante heim í kvöld.

Keppni heldur áfram á mexíkóska meistaramótinu þar sem margir af bestu kylfingum heims berjast á PGA-mótaröðinni í golfi.

Ítalíumeistar Juventus sækja SPAL heim í ítölsku A-deildinni og Brentford og Blackburn eigast við í ensku B-deildinni.

Í beinni í dag:
12.25 Brentford - Blackburn (Stöð 2 Sport)
14.55 Barcelona - Eibar (Stöð 2 Sport 2)
16.45 Haukar - Valur (Stöð 2 Sport)
16.55 SPAL - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
17.00 Mexíkóska meistaramótið (Stöð 2 Golf)
17.20 Real Sociedad - Valencia (Stöð 2 Sport 3)
19.00 Haukar - Afturelding (Stöð 2 Sport)
19.35 Fiorentina - AC Milan (Stöð 2 Sport 3)
19.55 Levante - Real Madrid (Stöð 2 Sport 2)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.