Sport

Forseti UFC með ræðu hjá Trump: Hann er frábær vinur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dana White og Donald Trump á fundinum í nótt.
Dana White og Donald Trump á fundinum í nótt. vísir/getty

Dana White, forseti UFC, var nokkuð óvænt mættur á kosningabaráttufund Donald Trump í Colorado í nótt þar sem hann mærði vin sinn í bak og fyrir.

„Við höfum þekkst í 20 ár og höfum orðið nánari eftir að hann varð forseti. Ég átti ekki von á að heyra frá honum aftur eftir að hann varð forseti og hefði fundist það eðlilegt,“ sagði White í ræðu sinni.

„Trump er frábær vinur og frábær maður. Hann er baráttumaður sem elskar landið sitt og við verðum að vinna þessar kosningar.“

Trump hefur sýnt vináttu sína í verki með því að mæta á UFC-kvöld í New York í nóvember á síðasta ári.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.