Körfubolti

Feðgarnir báðir átt tuttugu stiga landsleik af bekknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Jónsson í leiknum á móti Kósovó í gær.
Kári Jónsson í leiknum á móti Kósovó í gær. Mynd/FIBA

Kári Jónsson komst í góðan í hóp með frammistöðu sinni á móti Kósovó í undankeppni HM í gær.Kári Jónsson var stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum en hann kom með 21 stig inn af bekknum.Kári skoraði níu af stigum sínum á síðustu þremur mínútum leiksins þar á meðal setti hann niður tvo þrista á síðustu mínútunni.Með því komst hann í hóp með tíu öðrum leikmönnum íslenska landsliðsins sem hafa skorað yfir tuttugu stig í leik á vegum FIBA eftir að hafa byrjað á varamannabekknum.Einn af þessum tíu er einmitt Jón Arnar Ingvarsson, faðir Kára.Jón Arnar Ingvarsson skoraði 23 stig í leik á móti Noregi 4. maí 1991 eftir að hafa komið inn af bekknum. Leikurinn var hluti af undanriðli Evrópukeppninnar sem fór fram í Laugardalshöllinni.  Jón Arnar var þarna aðeins átján ára gamall en Kári er orðinn 22 ára.Guðjón Skúlason er sá eini sem hefur skorað þrjátíu stig af bekknum en hann skoraði 35 stig í leik á móti Litháen í júní 1993.Logi Gunnarsson hefur einnig náð þessu þrisvar sinnum eða oftar en allir aðrir. Hann á 29 stig, 24 stiga og 23 stiga leik inn af bekknum.Hér fyrir neðan má sjá listann yfir þá sem hafa komið með tuttugu stiga leik af bekknum frá árinu 1983. Hér er aðeins um að ræða keppnisleiki á vegum FIBA en ekki leiki á Smáþjóaleikum, leiki á Norðurlandamótum, leiki á æfingamótum eða vináttulandsleiki.Flest stig af bekknum í FIBA-leik frá 1983:

35 stig - Guðjón Skúlason, á móti Litháen, 26.6.1993

29 - Logi Gunnarsson, á móti Slóveníu, 29.11.2000

24 - Logi Gunnarsson, á móti Sviss, 29.8.2001

23 - Jón Arnór Stefánsson, á móti Bretlandi, 20.8.2014

23 - Logi Gunnarsson, á móti Lúxemborg, 13.9.2006

23 - Guðjón Skúlason, á móti Portúgal, 25.5.1995

23 - Jón Arnar Ingvarsson, á móti Noregi, 4.5.1991

22 - Valur Ingimundarson, á móti San Marínó, 14.12.1988

22 - Jakob Örn Sigurðarson, á móti Tyrklandi, 10.9.2015

22 - Martin Hermannsson, á móti Bretlandi, 10.8.2014

21 - Hlynur Bæringsson, á móti Portúgal, 17.8.2019

21 - Kári Jónsson, á móti Kósovó, 20.2.2020

20 - Birgir Mikaelsson, á móti Kýpur, 17.12.1988

20 - Teitur Örlygsson, á móti Ísrael, 13.5.1989
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.