Handbolti

Þórsarar komnir upp í Olís-deildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórsarar hafa verið langbestir í Grill 66 deildinni í vetur.
Þórsarar hafa verið langbestir í Grill 66 deildinni í vetur. mynd/facebook-síða handknattleiksdeildar þórs

Þór Ak. tryggði sér sæti í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili með stórsigri á Fjölni U, 23-35, í Dalhúsum í gær.


Þór hefur haft mikla yfirburði í Grill 66 deildinni í vetur og er öruggt með sæti í Olís-deildinni þótt fjórum umferðum sé enn ólokið.

Þórsarar hafa unnið tólf af 14 deildarleikjum sínum í vetur og gert tvö jafntefli.

Þór, sem lék þá undir merkjum Akureyrar, féll úr Olís-deildinni á síðasta tímabili.

Á næsta tímabili leikur liðið í fyrsta sinn í efstu deild undir merkjum Þórs frá tímabilinu 2005-06.

Brynjar Þór Grétarsson skoraði tíu mörk fyrir Þór gegn Fjölni U í gær. Ihor Kopyshynskyi var með fimm mörk. Allir leikmenn Þórs nema tveir komust á blað í leiknum í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.