Handbolti

Ólafur á förum frá Kolding | Árni Bragi gæti líka farið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur í landsleik.
Ólafur í landsleik. vísir/getty

Handknattleikskappinn Ólafur Gústafsson er í leit að nýju félagi en það er nú ljóst að hann verður ekki áfram í herbúðum danska liðsins KIF Kolding.

Félagið hefur gefið út að Ólafur og Svíinn Mattias Thynell muni ekki fá nýjan samning hjá félaginu eftir leiktíðina.

Kolding er að stokka mikið upp hjá sér. Hefur verið að tilkynna um komu nýrra leikmanna og það er talið óhjákvæmilegt að fleiri leikmenn verði sendir frá félaginu.

Ólafur gekk í raðir Kolding frá Stjörnunni árið 2017 en hann er uppalinn hjá FH.

Samkvæmt frétt jv.dk þá er ekki talið líklegt að hornamaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson eigi framtíð hjá félaginu. Hann hefur aðeins tekið þátt í ellefu leikjum í vetur og skorað sjö mörk í 23 skotum.

Árni Bragi gekk í raðir Kolding síðasta sumar frá Aftureldingu og er með samning til eins árs í viðbót.

Kolding rær nú lífróður í dönsku úrvalsdeildinni og erfiðir tímar virðast vera fram undan þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×