Körfubolti

Leik frestað vegna veikinda hjá bikarmeisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skallagrímur varð bikarmeistari í fyrsta sinn um síðustu helgi.
Skallagrímur varð bikarmeistari í fyrsta sinn um síðustu helgi. vísir/daníel

Leik Hauka og Skallagríms í Domino's deild kvenna í körfubolta sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað vegna veikinda í leikmannahópi Borgnesinga.

Þrír lykilmenn Skallagríms, Keira Robinson, Emile Sofie Hesseldal og Maja Michalska, voru fjarverandi vegna veikinda þegar liðið steinlá fyrir Val, 107-41, á miðvikudaginn.

Þetta var fyrsti leikur Skallagríms eftir að liðið varð bikarmeistari á laugardaginn fyrir viku. Borgnesingar unnu þá KR-inga í úrslitaleik, 49-66.

Flensan virðist enn herja á leikmenn Skallagríms og því hefur leiknum við Hauka, sem átti að fara fram í dag, verið frestað til sunnudagsins 1. mars.

Haukar eru í 3. sæti Domino's deildarinnar en Skallagrímur í því fjórða. Tveimur stigum munar á liðunum.

Þrír leikir fara fram í Domino's deildinni í dag. Keflavík tekur á móti KR, Breiðablik og Snæfell eigast við í Smáranum og Grindavík sækir Val heim.


Tengdar fréttir

Lyfjaeftirlitið tafði fagnaðarlæti Skallagríms

Skallagrímur varð í gærkvöld bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnaðan sigur gegn KR í úrslitum Geysisbikarsins. Fagnaðarlætin í Borgarnesi þurftu hins vegar að bíða þar sem nokkrir leikmanna liðsins voru teknir í lyfjapróf beint eftir leik.

Hetjum Borgarness var vel fagnað

Það voru mikil fagnaðarlæti í Borgarnesi í gærkvöld þegar leikmenn og þjálfarar Skallagríms mættu á þorrablót Borgnesinga eftir að hafa landað fyrsta bikarmeistaratitlinum í sögu félagsins.

Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni

Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.