Körfubolti

Söguleg vika Martins: Valinn leikmaður umferðarinnar í EuroLeague

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin skoraði 24 stig í St. Pétursborg.
Martin skoraði 24 stig í St. Pétursborg. vísir/getty

Martin Hermannsson var valinn besti leikmaður 25. umferðar EuroLeague í körfubolta fyrir frammistöðu sína í sigri Alba Berlin á Zenit í St. Pétursborg, 81-83.

Martin skoraði 24 stig, tók fjögur fráköst og gaf sjö stoðsendingar í leiknum í Rússlandi. Átta af 24 stigum Martins komu á síðustu þremur og hálfri mínútu leiksins.



Þessi vika hefur verið söguleg fyrir Martin en hann var einnig valinn besti leikmaður bikarúrslitaleiksins í Þýskalandi. Þar vann Alba Berlin Baskets Oldenburg, 89-67. Martin skoraði 20 stig í bikarúrslitaleiknum og var stigahæstur í liði Alba Berlin.

Martin er einnig í úrvalsliði 25. umferð EuroLeague. Þar er hann í góðum félagsskap með fjórum fyrrverandi NBA-leikmönnum.

Það eru Mike James (CSKA Moskva), Tyler Dorsey (Maccabi Tel Aviv), Nikola Mirotic (Barcelona) og Jonas Jerebko (Khimki Moskva). Sá síðastnefndi lék með Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar á síðasta tímabili.

Ergin Ataman, þjálfari tyrkneska liðsins Anado Efes, er þjálfari 25. umferðar EuroLeague.


Tengdar fréttir

Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig.

Martin stórkostlegur í Rússlandi

Á meðan að félagar hans úr íslenska landsliðinu leika við Kósóvó í forkeppni HM átti Martin Hermannsson stórleik í EuroLeague í kvöld þegar nýkrýndir bikarmeistarar Alba Berlín frá Þýskalandi unnu Zenit St. Pétursborg í Rússlandi, 83-81.

Tilþrifasyrpa Martins í stórleiknum í Pétursborg

Martin Hermannsson var maður leiksins þegar Alba Berlín vann mikilvægan sigur á Zenit í Pétursborg í Rússlandi á fimmtudagskvöld, í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×