Enski boltinn

Hláturmildur Mourinho skemmti skólakrökkum

Sindri Sverrisson skrifar
Jose Mourinho er oft ansi alvarlegur en það var létt yfir honum í dag.
Jose Mourinho er oft ansi alvarlegur en það var létt yfir honum í dag. vísir/getty

Jose Mourinho hefur ekki haft mikla ástæðu til að kætast undanfarið eftir tap í Meistaradeild Evrópu í vikunni og eftir að Son Heung-min meiddist á hendi á sunnudag og bættist þar með á meiðslalistann hjá Tottenham.

Mourinho kvaðst í vikunni ekki búast við að Son spilaði meira á tímabilinu. Harry Kane og Moussa Sissoko eru einnig úr leik vegna meiðsla og Tottenham því án tveggja helstu markaskorara sinna í baráttunni um að ná Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni. Lykilleikur í þeirri baráttu er gegn Chelsea í hádeginu á morgun.

En það var ekki að sjá að meiðslastaðan angraði Mourinho mikið þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Hann grínaðist og hló þegar fréttamenn spurðu hann út í Son og Kane en viðurkenndi svo að staðan væri erfið:

„Án Harry og Sonny hefur Tottenham ekki unnið leik síðan árið 2014. Það segir sína sögu. Það þýðir að Sonny og Harry hafa skorað meirihluta marka Tottenham. Ef við náum 4. sæti án þeirra þá yrði það algjörlega ótrúlegt,“ sagði Mourinho.

Hann var þó ekki hættur að grínast og brá á leik þegar skólakrakkar úr stuðningsmannahópi Tottenham áttu leið hjá fundarherberginu, eins og sjá má hér að neðan:


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.