Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vill ekki deila Ásgarði með handboltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Körfuboltalið Stjörnunnar vill fá að vera í friði í Ásgarði.
Körfuboltalið Stjörnunnar vill fá að vera í friði í Ásgarði. vísir/daníel þór

Handknattleiksdeild Stjörnunnar vill komast inn í Ásgarð með heimaleiki sína á næstu leiktíð en körfuknattleiksdeild félagsins er ekki hrifin af því.

Um síðustu helgi léku karla- og kvennalið Stjörnunnar í handbolta í Ásgarði mörgum handknattleiksunnendum í bænum til mikillar gleði.

Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar, sagði við íþróttadeild í gær að handknattleiksdeildin vildi spila í Ásgarði næsta vetur. Þau ummæli fóru ekki vel í körfuknattleiksdeild Stjörnunnar sem sendi frá sér yfirlýsingu í dag.

Þar kemur fram að engin áform séu hjá körfuboltanum að deila húsinu með handboltanum.

„Auk þess hefur stjórn kkd verulegar efasemdir um ágæti þess að körfubolti og handbolti eigi samleið í sama húsi. Við sjáum ekki rökin fyrir því að Stjarnan eitt félaga fari þessa leið þegar öll önnur félög leita leiða til að aðskilja þessa greinar af augljósum ástæðum. Stjórn kkd Störnunnar hyggst ekki reka þetta mál í fjölmiðlum og harmar yfirlýsingar formanns hkd um málið á þessu stigi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Sjá má yfirlýsinguna í heild sinni hér að neðan.






Tengdar fréttir

Formaður hkd. Stjörnunnar: Nú er boltinn hjá bænum

Það voru spilaðir úrvalsdeildarleikir í handbolta í Ásgarði um síðustu helgi. Þeir fyrstu í um fimmtán ár fyrir utan einn leik árið 2018. Ánægja er hjá handknattleiksdeild Stjörnunnar hvernig til tókst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×