Sport

Sjáðu Conor afgreiða Kúrekann á 40 sekúndum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor leit vel út gegn Kúrekanum.
Conor leit vel út gegn Kúrekanum. vísir/getty

ESPN hefur sett í loftið myndband af bardaga Conor McGregor og Donald „Cowboy“ Cerrone sem var í styttri kantinum.

Þeir mættust í bardaga í Las Vegas þann 18. janúar síðastliðinn en það var fyrsti bardagi Írans síðan hann tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í október árið 2018.

Kúrekinn var enginn fyrirstaða fyrir Conor sem kláraði bardagann á 40 sekúndum. Hann virðist ná að brjóta nefið á Cerrone með öxlinni mjög snemma og eftir það á Kúrekinn ekki möguleika.

Þegar 40 sekúndur voru liðnar gat Herb Dean dómari ekki annað en stöðvað bardagann.

 
 
 
View this post on Instagram

Conor beating Cowboy in 40 seconds is still crazy to watch.  @espnmma

A post shared by SportsCenter (@sportscenter) on

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.