Sport

Sara enn með forystuna í Miami en Toomey sækir á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara endaði í 5. sæti í fjórðu grein mótsins.
Sara endaði í 5. sæti í fjórðu grein mótsins. MYND/INSTAGRAM/WODAPALOOZA

Sara Sigmundsdóttir er enn með forystuna á Wodapalooza Crossfit-mótinu í Miami. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er þó skammt undan.

Sara er með 344 stig, fjórum stigum á undan Toomey.

Eftir fyrstu þrjár greinarnar var forysta Söru 18 stig. Toomey náði því að saxa á forskot Söru í fjórðu greininni, Pump Sesh Triplet. 

Þar endaði Sara í 5. sæti á tímanum 07:16,08. Toomey varð önnur en Kari Pearce frá Bandaríkjunum var hlutskörpust.

Pearce er í 3. sæti með 312 stig, 32 stigum á eftir Söru.


Á Wodapalooza mótinu í fyrra endaði Sara í 3. sæti og var 112 stigum á eftir Toomey sem hrósaði sigri.


Tengdar fréttir

Sara ein á toppnum eftir þriðju grein

Sara Sigmundsdóttir hefur tekið forystuna á Wodapalooza Crossfit-mótinu í Miami eftir þrjár greinar af sjö en hún fær áfram harða keppni frá Tia-Clair Toomey sem þótti sigurstrangleg fyrir mótið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.