Sport

Sara enn með forystuna í Miami en Toomey sækir á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara endaði í 5. sæti í fjórðu grein mótsins.
Sara endaði í 5. sæti í fjórðu grein mótsins. MYND/INSTAGRAM/WODAPALOOZA

Sara Sigmundsdóttir er enn með forystuna á Wodapalooza Crossfit-mótinu í Miami. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er þó skammt undan.

Sara er með 344 stig, fjórum stigum á undan Toomey.

Eftir fyrstu þrjár greinarnar var forysta Söru 18 stig. Toomey náði því að saxa á forskot Söru í fjórðu greininni, Pump Sesh Triplet. 

Þar endaði Sara í 5. sæti á tímanum 07:16,08. Toomey varð önnur en Kari Pearce frá Bandaríkjunum var hlutskörpust.

Pearce er í 3. sæti með 312 stig, 32 stigum á eftir Söru.



Á Wodapalooza mótinu í fyrra endaði Sara í 3. sæti og var 112 stigum á eftir Toomey sem hrósaði sigri.


Tengdar fréttir

Sara ein á toppnum eftir þriðju grein

Sara Sigmundsdóttir hefur tekið forystuna á Wodapalooza Crossfit-mótinu í Miami eftir þrjár greinar af sjö en hún fær áfram harða keppni frá Tia-Clair Toomey sem þótti sigurstrangleg fyrir mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×