Körfubolti

LeBron og Davis samtals með 60 stig í fjórða sigri Lakers í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Davis og LeBron fóru mikinn gegn Memphis.
Davis og LeBron fóru mikinn gegn Memphis. vísir/getty

LeBron James skoraði 32 stig þegar Los Angeles Lakers bar sigurorð af Memphis Grizzlies, 117-105, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var fjórði sigur Lakers í röð en liðið er á toppi Vesturdeildarinnar.

Anthony Davis skoraði 28 stig fyrir Lakers auk þess sem hann tók 13 fráköst og varði sjö skot.


Átta aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt.

Luka Doncic var tveimur stoðsendingum frá þrefaldri tvennu þegar Dallas Mavericks lagði Orlando Magic að velli, 106-122.

Doncic skoraði 33 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Dallas sem er í 7. sæti Vesturdeildarinnar.


Ungstirnið Zion Williamson skoraði 25 stig þegar New Orleans Pelicans sigraði Portland Trail Blazers, 115-128, á útivelli.

Í þeim ellefu leikjum sem Williamson hefur leikið á tímabilinu er hann með 22,4 stig og 7,2 fráköst að meðaltali. Williamson er yngsti leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar 20 stig eða meira í sjö leikjum í röð.


Fjórir leikmenn Boston Celtics skoruðu 25 stig eða meira þegar liðið vann Minnesota Timberwolves, 117-127.

Gordon Hayward skoraði 29 stig, Jayson Tatum 28 stig og Jaylen Brown og Daniel Theis sitt hvor 25 stigin. Sá síðastnefndi tók einnig 16 fráköst.


Úrslitin í nótt:
LA Lakers 117-105 Memphis
Orlando 106-122 Dallas
Portland 115-128 New Orleans
Minnesota 117-127 Boston
Washington 108-113 Cleveland
NY Knicks 98-106 Indiana
Toronto 118-101 Phoenix
Oklahoma 113-101 Denver
Utah 104-113 San Antonio

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.