Fleiri fréttir

Gylfi: Frábært að leggja eitt besta lið heims af velli

Gylfi Þór Sigurðsson var í eldlínunni með Swansea í dag er liðið gerði sér lítið fyrir og skellti Man. City á heimavelli sínum. City missti fyrir vikið toppsætið í deildinni þar sem Man. Utd vann sinn leik á sama tíma.

Hodgson segir ekki ómögulegt að þjálfa enska landsliðið

Roy Hodgson, stjóri WBA, segir að sér þyki vænt um að vera orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Englandi. Hodgson hefur reynslu af því að þjálfa landslið en hann gerði góða hluti með Sviss og Finnland á sínum tíma.

17 ára strákarnir lögðu 19 ára strákana

U17 ára landsliðið í knattspyrnu karla lagði kollega sína í U19 ára landsliðinu 3-1 í æfingaleik í Egilshöll í dag. Sindri Björnsson, leikmaður Leiknis í Breiðholti, skoraði tvö marka 17 ára liðsins.

Sigfús: Fram vann þetta á heimadómgæslu

"Ég er mjög ánægður með tveggja marka tap þrátt fyrir að hafa verið tveimur til þremur mönnum færri allan leikinn," sagði Sigfús Sigurðsson allt annað en sáttur við dómgæsluna í Safamýrinni í dag er Fram lagði Val með tveggja marka mun í mikilvægum leik.

Ingi Rúnar og María Rún fengu gull í Gautaborg

Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki og María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni unnu til gullverðlauna á sænska meistaramótinu í fjölþrautum innanhúss sem fram fór í Gautaborg um helgina. Þá vann Sveinbjörg Zophoníasdóttir til silfurverðlauna.

Hilmar Örn kastaði vel í Svíþjóð

Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttamaðurinn efnilegi úr ÍR, stóð sig vel á móti í Vaxjö í Svíþjóð um helgina. Hilmar Örn hafnaði í 4. sæti í kringlukasti í dag og 2. sæti í kúluvarpi í gær.

Murray úr leik við fyrstu hindrun í Kaliforníu

Andy Murray datt óvænt úr keppni í fyrstu viðureign sinni á ATP-mótinu í India Wells í Kaliforníu í gær. Murray, sem vermir fjórða sæti heimslistans, beið lægri hlut gegn Guillermo Garcia-Lopez frá Spáni 6-4 og 6-2.

Lykilsigur hjá Fram - myndir

Það var hart tekist á þegar Fram og Valur mættust í gríðarlega mikilvægum handboltaleik í Safamýri í dag.

Íslensku stelpurnar töpuðu í vítakeppni gegn heimakonum

Íslenska kvennlandsliðið í íshokkí beið lægri hlut gegn Suður-Kóreu í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í dag. Framlengingu og vítakeppni þurfti til að fá fram úrslit eftir að jafnt var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma.

Öruggt hjá Berlin | Tap hjá Rúnari og Kára

Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, styrkti í dag stöðu sína í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik með afar öruggum sigri á Hildesheim. Füchse er nú með þriggja stiga forskot á Flensburg sem er í þriðja sæti en er samt átta stigum á eftir toppliði Kiel sem er búið að vinna alla leiki sína í deildinni í vetur.

Tap hjá Íslendingaliðunum í þýsku B-deildinni

Tvö Íslendingalið voru á ferðinni í þýsku B-deildinni í handknattleik í dag. Þau töpuðu bæði. Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Bittenfeld og Árni Þór Sigtryggsson 4 er það tapaði gegn Empor Rostock, 36-33.

AZ og Ajax í efstu sætunum í Hollandi

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar eru með þriggja stiga forskot á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur, 0-2, á De Grafschaap í dag.

Róbert Íslandsmeistari á öllum áhöldum

Síðari keppnisdagur á Íslandsmeistaramótinu í fimleikum fór fram í Ármannsheimilinu í dag. Þá fór fram keppni í úrslitum á einstaka áhöldum í karla- og kvennaflokki, ásamt unglingaflokki karla og kvenna.

FCK á beinu brautinni

Sölvi Geir Ottesen var í liði FCK og Hallgrímur Jónasson í liði SönderjyskE er liðin mættust á Parken í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Bandarískur ökumaður til liðs við Caterham

Caterham liðið hefur ráðið Bandaríkjamanninn Alexander Rossi sem reynsluökuþór en Bandaríkjamenn hafa í seinni tíð átt nokkuð erfitt uppdráttar í Formúlu 1.

Stjörnur Chelsea spenntar fyrir að fá Mourinho aftur

Stjörnur Chelsea sakna augljóslega José Mourinho og eru nú farnar að gefa honum undir fótinn í fjölmiðlum. Gamli stjórinn þeirra er á meðal þeirra sem eru orðaðir við stjórastarfið hjá Chelsea.

Podolski: Ekki öruggt að ég fari til Arsenal

Þýski landsliðsframherjinn, Lukas Podolski, segir það ekki vera rétt að hann sé búinn að ákveða að ganga í raðir Arsenal næsta sumar. Hann segist enn vera að fara yfir sín mál.

Conte og leikmenn Juve í fjölmiðlabanni

Antonio Conte, þjálfari Juventus, var rekinn upp í stúku í leiknum gegn Bologna í vikunni og var í kjölfarið dæmdur í eins leiks bann. Það er hann ekki alls kostar sáttur við.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 30-28

Framarar sigruðu granna sína í Val í Reykjavíkurslagnum í N1-deildinni í handbolta karla í dag. Lokatölurnar urðu 30-28 í leik sem var spennandi langt fram í síðari hálfleik þegar Framarar sigu fram úr. Gríðarlega mikilvægur fyrir Framara í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn eru aftur á móti í slæmum málum.

Messi-sýningin heldur áfram

Það virðist ekkert geta stöðvað Argentínumanninn Lionel Messi þessa dagana. Hann skoraði í kvöld bæði mörk Barcelona í útisigri á Racing Santander.

Swansea skaut City af toppnum

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea gerðu sér lítið fyrir í dag og lögðu Man. City, 1-0, og skutu City þar með af toppi deildarinnar.

De Gea vill að leikmenn Man. Utd hlusti meira á Metallica

Knattspyrnumenn eru þekktir fyrir allt annað en góðan tónlistarsmekk en það er enn von í David de Gea, markverði Man. Utd, sem spilar Metallica grimmt í búningsklefa Man. Utd við takmarkaðar undirtektir liðsfélaga sinna.

Neymar: Ég er aðdáandi Messi

Brasilíski landsliðsmaðurinn Neymar segir að draumur sinn sé að verða jafngóður og Lionel Messi. Neymar er eftirsóttast knattspyrnumaður heims í dag enda talinn vera mesti efnið í heiminum.

Ronaldo enn og aftur hetja Real Madrid

Cristiano Ronaldo sá til þess enn eina ferðina í kvöld að Real Madrid fengi þrjú stig. Hann skoraði þá tvö mörk í 2-3 sigri á Real Betis.

Þrír leikmenn Broncos í bann fyrir notkun ólöglegra lyfja

Þrír leikmenn NFL-liðsins Denver Broncos hafa verið dæmdir í löng leikbönn fyrir notkun ólöglegra lyfja. Ryan McBean og D.J. Williams hafa verið dæmdir í sex leikja bann og og Virgil Green fékk fjögurra leikja bann. Þeir fá þess utan ekkert greitt er þeir verða í banninu.

Kiel búið að vinna 24 leiki í röð í deildinni

Íslendingaliðið Kiel er komið með tíu stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir að liðið vann sinn 24. leik í röð í deildinni. Ótrúlegur árangur. Að þessu sinni voru það Sverre Andreas Jakobsson og félagar hans í Grosswallstadt sem urðu að sætta sig við tap gegn liði Alfreðs Gíslasonar.

Aron og félagar unnu með tveimur sjálfsmörkum

Leikmenn Bristol City voru í gjafastuði er Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff City komu í heimsókn. Cardiff vann leikinn, 1-2, og bæði mörk liðsins voru sjálfsmörk frá leikmönnum Bristol. Þar af kom sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.

Jelavic afgreiddi Tottenham

Tottenham varð af þremur mikilvægum stigum í dag er það sótti Everton heim á Goodison Park. Heimamenn höfðu betur, 1-0, í hörkuleik.

Dalglish: Megum ekki vorkenna sjálfum okkur

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var merkilega brattur eftir tap Liverpool gegn Sunderland í dag þar sem lið Liverpool var algjörlega heillum horfið. Liverpool er nú tíu stigum frá Meistaradeildarsæti og vonin um að komast í Meistaradeildina eru nánast orðnar engar.

Sjá næstu 50 fréttir