Handbolti

Kiel búið að vinna 24 leiki í röð í deildinni

Alfreð er að gera ótrúlega hluti með Kiel.
Alfreð er að gera ótrúlega hluti með Kiel.
Íslendingaliðið Kiel er komið með tíu stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir að liðið vann sinn 24. leik í röð í deildinni. Ótrúlegur árangur. Að þessu sinni voru það Sverre Andreas Jakobsson og félagar hans í Grosswallstadt sem urðu að sætta sig við tap gegn liði Alfreðs Gíslasonar.

Hvorki Aron Pálmarsson né Sverre náðu að skora í leiknum í dag.

Hannover-Burgdorf gerði jafntefli gegn Lemgo þar sem Vignir Svavarsson skoraði jöfnunarmark Hannover gegn sínu gamla félagi. Hann skoraði þrjú mörk í leiknum, Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fjögur og Hannes Jón Jónsson skoraði úr einu víti.

Flensburg komst síðan upp í þriðja sæti deildarinnar er það lagði núverandi meistara, Hamburg, en meistararnir eru í fjórða sæti deildarinnar.

Hannover er í ellefta sæti deildarinnar en Grosswallstadt því þrettánda.

Úrslit dagsins:

Flensburg-Hamburg  36-20

Kiel-Grosswallstadt  28-15

Hannover Burgdorf-Lemgo  28-28

Gummersbach-TuS N-Lübbecke  31-30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×