Enski boltinn

Dalglish: Megum ekki vorkenna sjálfum okkur

Úr leik  liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var merkilega brattur eftir tap Liverpool gegn Sunderland í dag þar sem lið Liverpool var algjörlega heillum horfið. Liverpool er nú tíu stigum frá Meistaradeildarsæti og vonin um að komast í Meistaradeildina eru nánast orðnar engar.

"Við sjáum hvað setur þegar upp er staðið. Það væri vissulega frábært ef við gætum náð fjórða sætinu. Það var líka frábært fyrir félagið að vinna deildarbikarinn og við erum lengra komnir í bikarnum en oft áður," sagði Dalglish.

"Við höfum oft verið óheppnir og ekki fengið þau stig sem við áttum skilið í vetur. Við verðum samt að halda áfram veginn, halda kjaftinum lokuðum, ekki vorkenna sjálfum okkur og reyna að fá eins mörg stig og mögulegt er."

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×