Handbolti

Tap hjá Íslendingaliðunum í þýsku B-deildinni

Arnór lék vel í dag.
Arnór lék vel í dag.
Tvö Íslendingalið voru á ferðinni í þýsku B-deildinni í handknattleik í dag. Þau töpuðu bæði. Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Bittenfeld og Árni Þór Sigtryggsson 4 er það tapaði gegn Empor Rostock, 36-33.

Gríðarlega svekkjandi tap fyrir Bittenfeld sem er í toppbaráttu en Rostock er á meðal neðstu liða deildarinnar.

Björgvin Hólmgeirsson og félagar í gjaldþrotaliðinu Rheinland mættu Tusem Essen og töpuðu, 32-30. Björgvin skoraði 4 mörk fyrir Rheinland í leiknum.

Rheinland er í sextánda sæti deildarinnar en Bittenfeld því sjöunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×