Fótbolti

Neymar: Ég er aðdáandi Messi

Brasilíski landsliðsmaðurinn Neymar segir að draumur sinn sé að verða jafngóður og Lionel Messi. Neymar er eftirsóttast knattspyrnumaður heims í dag enda talinn vera mesti efnið í heiminum.

Hann er enn að spila með Santos í heimalandinu þar sem hann fer á kostum í hverri viku. Neymar segir að ekkert sé hæft í því að hann sé í einhverri samanburðarkeppni við Messi.

"Þessi meinta samkeppni sem á að vera á milli mín og Messi er ekki til staðar. Hann er á allt öðru plani. Ég hef sagt það áður að hann er sá besti í heiminum. Það þarf enginn að efast um það," sagði Neymar.

"Ég er aðdáandi Messi og vona að hann haldi áfram að fara á kostum. Ég er að vinna að því að verða jafn góður og hann einn daginn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×