Fótbolti

Kári og félagar komnir í undanúrslit bikarkeppninnar

Kári Árnason.
Kári Árnason.
Kári Árnason og félagar í skoska liðinu Aberdeen tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum skosku bikarkeppninnar er þeir lögðu Motherwell, 2-1, í hörkuleik.

Rory Fallon skoraði bæði mörk Aberdeen en Nicky Law skoraði mark Motherwell. Leikmenn Motherwell voru sjálfum sér verstir í leiknum.

Klúðruðu víti og misstu svo mann af velli með rautt spjald er rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Kári var í byrjunarliði Aberdeen og lék allan leikinn á miðjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×