Fótbolti

Guðlaugur Victor fyrstur til að spila í MLS-deildinni

Guðlaugur á æfingu með Red Bulls.
Guðlaugur á æfingu með Red Bulls. mynd/heimasíða Red Bulls
Unglingalandsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson braut blað í íslenskri knattspyrnusögu í kvöld þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til þess að spila í bandarísku MLS-deildinni.

Guðlaugur Victor spilaði síðustu 13 mínútur leiks NY Red Bulls og Dallas í kvöld en Guðlaugur leikur með liði Red Bulls ásamt Thierry Henry og fleirum.

Dallas vann leikinn, 2-1, en Guðlaugur náði að næla sér í gult spjald tveim mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×