Enski boltinn

Hodgson segir ekki ómögulegt að þjálfa enska landsliðið

Hodgson er hann þjálfaði Liverpool.
Hodgson er hann þjálfaði Liverpool.
Roy Hodgson, stjóri WBA, segir að sér þyki vænt um að vera orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Englandi. Hodgson hefur reynslu af því að þjálfa landslið en hann gerði góða hluti með Sviss og Finnland á sínum tíma.

Margir segja að það sé ómögulegt að þjálfa enska landsliðið enda séu kröfurnar óraunhæfar og pressan sem fylgir starfinu allt of mikil.

"Það er ekkert starf svo erfitt að það sé ómögulegt. England hefur unnið stórmót, reyndar aðeins einu sinni en það er samt eitthvað," sagði Hodgson.

"Flestir leikmennirnir koma síðan úr deild þar sem gæðin eru mjög mikil og England er að framleiða mikið af gæðaleikmönnum. Þannig að það er alls ekki ómögulegt að vera landsliðsþjálfari Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×