Enski boltinn

Jelavic afgreiddi Tottenham

Jelavic fagnar marki sínu í dag.
Jelavic fagnar marki sínu í dag.
Tottenham varð af þremur mikilvægum stigum í dag er það sótti Everton heim á Goodison Park. Heimamenn höfðu betur, 1-0, í hörkuleik.

Það var Nikica Jelavic sem skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu. Markið kom eftir einkar laglegt uppspil hjá Everton og Jelavic kláraði færið með sóma.

Spurs sótti stíft undir lokin og Louis Saha, sem er í láni hjá Spurs frá Everton, var ekki fjarri því að jafna í uppbótartíma er hann skaut í stöng.

Everton er í níunda sæti deildarinnar en Tottenham er sem fyrr í þriðja sæti og er 11 stigum á eftir Man. Utd sem er í öðru sæti deildarinnar..

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×