Enski boltinn

Swansea skaut City af toppnum

Sinclair er hér að klúðra víti. Það var arfaslakt. Sem betur fer fyrir hann kom það ekki að sök.
Sinclair er hér að klúðra víti. Það var arfaslakt. Sem betur fer fyrir hann kom það ekki að sök.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea gerðu sér lítið fyrir í dag og lögðu Man. City, 1-0, og skutu City þar með af toppi deildarinnar.

Swansea var sterkara liðið lengstum í leiknum og fékk kjörið tækifæri snemma leiks er víti var dæmt á City. Scott Sinclair hafði ekki klúðrað víti í tvö ár en ákvað að gera það í dag. Spyrnan arfaslök og Joe Hart ekki í miklum vandræðum með að verja.

Swansea meira með boltann, stjórnaði ferðinni en þó án þess að skapa sér afgerandi færi. Markalaust í leikhléi.

Swansea hélt áfram að vera sterkari aðilinn framan af síðari hálfleik og var að fá þokkaleg hálffæri. City vann sig svo inn í leikinn smám saman.

Swansea var samt ekki hætt og sjö mínútum fyrir leikslok stangaði varamaðurinn Moore boltann í netið eftir laglega sendingu. Verðskuldað hjá góðu liði Swansea.

Þegar 90 sekúndur voru eftir af leiknum skoraði Micah Richards skallamark og fagnaði hreint ógurlega. Hann fagnaði samt of snemma því hann var réttilega dæmdur rangstæður af ágætum aðstoðardómara leiksins.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×