Enski boltinn

Þreyttur Ferguson fygldist með Hazard í Frakklandi

Hazard í leik gegn Inter.
Hazard í leik gegn Inter.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var á meðal áhorfenda á leik Lille og Lyon í franska boltanum í gær. Hann er talinn hafa verið að skoða belgíska framherja Lille, Eden Hazard.

Hinn 21 árs gamli Hazard er afar eftirsóttur og hefur hann þegar verið orðaður við United, Chelsea, Arsenal, Real Madrid og Barcelona.

Hazard var valinn besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð og hann gaf Tottenham undir fótinn í síðasta mánuði.

Sjálfur hefur Hazard sagt að hann sé spenntastur fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Ferguson virtist ekkert skemmta sér allt of vel á leiknum og náðust myndir af honum geispandi í stúkunni.

"Ég vissi ekkert að hann væri að fylgjast með. Kannski var hann þreyttur fyrst hann geispaði svona mikið," sagði Hazard í viðtali í hálfleik.

Lyon vann leikinn, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×