Enski boltinn

Aron og félagar unnu með tveimur sjálfsmörkum

Aron í leik gegn West Ham.
Aron í leik gegn West Ham.
Leikmenn Bristol City voru í gjafastuði er Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff City komu í heimsókn. Cardiff vann leikinn, 1-2, og bæði mörk liðsins voru sjálfsmörk frá leikmönnum Bristol. Þar af kom sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.

Aron Einar var í byrjunarliði Cardiff og lék allan leikinn.

Cardiff er í áttunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×