Enski boltinn

Ferguson: Hodgson var rangur maður á röngum tíma hjá Liverpool

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að Roy Hodgson sé frábær þjálfari og hann hafi komið á röngum tíma til Liverpool. Þess vegna hafi ekkert gengið hjá honum þar.

"Roy gat ekki unnið á Anfield. Stundum er tímasetningin einfaldlega slæm og hann kom til félagsins á röngum tíma. Það er samt ekki hægt að efast um hæfileika hans. Ferillinn hans talar sínu máli." sagði Ferguson en hann mætir liði Hodgson, WBA, í dag.

"Þetta verður mjög erfiður leikur og mínir leikmenn eru meðvitaðir um það. Þeir eru í góðu formi og hafa unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum.

"Liðin hans Hodgson eru alltaf vel skipulögð og erfitt að brjóta þau niður. Við sættum okkur samt ekki við neitt annað en þrjú stig í þessum leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×