Enski boltinn

De Gea vill að leikmenn Man. Utd hlusti meira á Metallica

Knattspyrnumenn eru þekktir fyrir allt annað en góðan tónlistarsmekk en það er enn von í David de Gea, markverði Man. Utd, sem spilar Metallica grimmt í búningsklefa Man. Utd við takmarkaðar undirtektir liðsfélaga sinna.

De Gea er harður rokkari og vill að liðsfélagar sínir hlusti á eitthvað annað en Jay Z og Kanye West.

"Þegar ég hendi Metallica á fóninn þá verða strákarnir ekkert of kátir. Þeir munu samt ná þessu á endanum enda um frábært band að ræða," sagði De Gea sem leynir greinilega á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×