Enski boltinn

Ferguson: Ekki ónýtt að vera komnir á toppinn

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var að vonum kátur að vera kominn með sitt lið á toppinn eftir sigur á WBA á meðan City lá gegn Swansea.

"Ég vona að þetta sé dagur sem breyti miklu og það er ekki ónýtt að vera kominn aftur á toppinn," sagði Ferguson en United var síðast á toppnum þann 2. október á síðasta ári.

"Við erum búnir að snúa skipinu í rétta átt og ber að hrósa leikmönnunum fyrir það. Við erum búnir að sýna mikla þrautseigju.

"Það hefur verið erfitt ástand með meiðsli en okkur hefur tekist að klóra okkur í gegnum það. Vð verðum ekki stressaðir í þessari toppbaráttu því við erum reyndir. Við munum halda áfram á þessari braut og ég var ánægður með ákafann hjá strákunum í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×