Enski boltinn

Podolski: Ekki öruggt að ég fari til Arsenal

Þýski landsliðsframherjinn, Lukas Podolski, segir það ekki vera rétt að hann sé búinn að ákveða að ganga í raðir Arsenal næsta sumar. Hann segist enn vera að fara yfir sín mál.

Þýskir fjölmiðlar fullyrtu í vikunni að búið að væri að semja um tæplega 11 milljón punda kaupverð.

"Þó svo það megi lesa annað í blöðunum þá er ég ekki búinn að taka neina ákvörðun. Ég mun láta ykkur vita þegar eitthvað er staðfest," sagði Podolski eftir leik Kölnar og Herthu Berlin í gær en honum var vísað af velli í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×