Enski boltinn

Mancini: Verðum að byrja að skora aftur

Roberto Mancini, þjálfari Man. City, hafði áhyggjur af markaþurrð sinna manna eftir 1-0 tapið gegn Swansea í dag.

"Swansea spilaði virkilega vel fyrsta hálftímann, voru grimmir og héldu boltanum vel. Við stýrðum síðan ferðinni í síðari hálfleik og fengum færi til að skora en nýttum þau ekki," sagði Mancini.

"Ef við skorum ekki, eins og gegn Sporting í Evrópukeppninni, þá er alltaf hætta á að manni verði refsað. Við verðum að byrja að skora á nýjan leik.

"Mörk breyta leikjum og við verðum að byrja að skora og vinna leiki á ný. Það eru allir mínir leikmenn þreyttir núna en við eigum að hafa orkuna til þess að komast aftur á toppinn. Það eru enn tíu leikir eftir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×