Fleiri fréttir

Þórarinn Ingi: Erum ekkert hættir að berjast um titilinn

Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson haltraði um eftir 2-0 sigur ÍBV á Selfossi í kvöld en hann gat verið sáttur við uppskeruna þrátt fyrir meiðslin. Þórarinn meiddist eftir aðeins 20 mínútur og þurfti aðfara útaf eftir hálftíma en hafði engu síður náð því að koma sínum mönnum yfir eftir aðeins sjö mínútna leik.

Kristján Ómar: Líklega of seint

Kristján Ómar Björnsson var eðlilega mjög kátur eftir sigur sinna manna í Haukum á Fram í Pepsi-deild karla í kvöld, 2-1.

Ólafur Þórðarson: Þessi leikur var hundleiðinlegur

Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkismanna var öllu brosmildari en nafni sinn Bjarnason að leik loknum. Þéttur varnarleikur var það sem skóp sigurinn í dag vildi Ólafur meina og eru nýjar varnaráherslur byrjaðar að skila hreinu marki sem Ólafi þótti ánægjuefni.

Guðjón: Ekki nógu góðir í úrslitaleikjunum

KR-ingurinn Guðjón Baldvinsson var svekktur eftir tap síns liðs gegn Blikum í kvöld. Guðjón átti fínan leik, barðist eins og ljón og hefði hæglega getað bætt við mörkum.

Þorvaldur: Klaufar að klára ekki leikinn

„Við vorum klaufar að klára ekki leikinn. Við höfðum öll völd og vorum þannig séð betra liðið,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir 2-1 tap fyrir Haukum í Pepsi-deild karla í kvöld.

Gunnlaugur: Vantaði beittari sóknarleik hjá okkur

„Ég er sérstaklega óánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur og hvernig við nálguðumst leikinn,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Valsmanna, eftir leik sinna manna í kvöld. Valsmenn töpuðu 3-1 gegn Keflvíkingum.

Willum: Kærkominn sigur hjá okkur

„Þetta var langþráður og kærkominn sigur hjá okkur,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn á Val í kvöld. Leiknum lauk með 3-1 sigri Keflvíkinga og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu.

Ólafur Örn: Missum hausinn í tvær mínútur

Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, var ekkert sérstaklega upplitsdjarfur í samtali við blaðamann eftir leik sinna manna gegn Fylki. Vildi Ólafur kenna augnabliks einbeitingarleysi er orsökuðu tvö mörk undir lok leiks.

Agnar Bragi: Við erum bara fallnir

Selfyssingurinn Agnar Bragi Magnússon var svekktur eftir 0-2 tap á móti ÍBV á heimavelli í Pepsi-deildinni í kvöld. Tapið þýðir að Selfyssingar eiga aðeins tölfræðilega möguleika á að halda sér uppi í deildinni.

Andri: Ákall til stuðningsmanna Hauka

„Við höfum ekki haft lukkuna á okkar bandi í sumar en það var yndislegt þegar hún loksins kom,“ sagði sigurreifur þjálfari Hauka, Andri Marteinsson, eftir leikinn gegn Fram í kvöld.

Matti Villa: Það á eitthvað eftir að gerast

„Meðan það er möguleiki þá verðum við að klára okkar," sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, eftir að liðið vann 4-1 útisigur gegn Stjörnunni í kvöld. FH er tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar tveimur umferðum er ólokið.

Leikmenn Roma settir í fjölmiðlabann

Ítalska félagið AS Roma hefur ekki farið vel af stað í vetur undir stjórn Claudio Ranieri þrátt fyrir miklar væntingar um gott gengi.

Umfjöllun: Eyjamenn unnu á Selfossi og fylgja Blikum sem skugginn

Eyjamenn fylgja Blikum sem skugginn eftir 2-0 sigur á Selfyssingum í baráttuleik á Selfossi í dag. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði fyrra mark ÍBV eftir 7 mínútur og markvörðurinn Albert Sævarsson innsiglaði síðan sigurinn úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok.

Button: Sá sem klikkar minnst verður meistari

Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að þolgæði verði lykillinn að því að ná meistaratitlinum í Formúlu 1 í ár, en fjórir ökumenn auk hans eiga möguleika á titlinum.

Guðmundur vann sterkt mót í Englandi

Einhver efnilegasti kylfingur landsins, Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem er klúbbmeistari GR, gerði sér lítið fyrir í dag og vann Duke of York-golfmótið sem fram fór á Royal St. George´s-golfvellinum í Englandi.

Upp og niður hjá Birgi

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hóf leik á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í heilt ár í dag. Íslandsmeistarinn er að taka þátt í móti sem fram fer í Austurríki.

Wenger: Fábregas spilar hreinlega í annarri vídd

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög ánægður með Cesc Fábregas eftir 6-0 sigur liðsins á portúgalska liðinu Braga í Meistaradeildinni. Fábregas skoraði tvö mörk og átti einnig tvær stoðsendingar á félaga sína.

Fyrstu æfingar Miami Heat fara fram í bandarískri herstöð

Miami Heat tilkynnti í gær að fyrstu æfingabúðir liðsins fyrir komandi NBA-tímabil munu fara fram í bandarísku herstöðinni á Fort Walton Beach sem er í um 1086 ílómetra fjarlægð frá Miami-borg. Liðið mun æfa þarna frá 28. september til 3. október og ætti að fá frið frá æstum aðdáendum og forvitnum fjölmiðlamönnum.

Umfjöllun: Dramatískur sigur Hauka

Haukar unnu 2-1 sigur á Fram á dramatískan máta á Vodafone-vellinum í kvöld. Allt stefndi í jafntefli þegar að varamaðurinn Hilmar Trausti Arnarsson skoraði á fjórðu mínútu uppbótartímans.

Berglind skoraði tvö og Birna hélt hreinu í þriðja sinn

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er orðin ein markahæsti leikmaður 19 ára landsliðs kvenna frá upphafi eftir að hún skoraði tvö mörk í 4-0 sigri liðsins á Úkraínu í lokaleik liðsins í undanriðli EM sem fór fram í Búlgaríu.

Umfjöllun: Blikar stigu stórt skref í átt að titlinum

Breiðablik er aðeins tveim leikjum frá fyrsta Íslandsmeistaratitli liðsins í meistaraflokki karla. Breiðablik vann góðan 1-3 sigur á KR í kvöld og gerði um leið út um vonir KR-inga á Íslandsmeistaratitlinum.

Smith finnur til með Valencia

Alan Smith, leikmaður Newcastle, var á vellinum á leik Man. Utd og Rangers í Meistaradeildinni og honum leið ekki vel eftir leikinn.

Crouch afar ánægður með Van der Vaart

Framherjinn stóri hjá Tottenham, Peter Crouch, er afar ánægður með komu Hollendingsins Rafael van der Vaart til félagsins og segir að leikmaðurinn geti lyft félaginu enn hærra.

Giggs: Gott að mæta Liverpool um helgina

Ryan Giggs er mjög ánægður að fá Liverpool um helgina því hann segir það vera fullkominn leik til þess að koma liði Man. Utd aftur í gang eftir vonbrigðin gegn Rangers í vikunni.

Benitez breytir öllu sem Mourinho gerði hjá Inter

Það gengur ekki alveg sem skildi hjá Rafa Benitez síðan hann kom til Inter. Samanburðurinn við Jose Mourinho virðist fara verulega í taugarnar á honum og svo hafa fyrstu leikirnir með Inter ekki gengið nógu vel.

Houllier vill fá Owen til Villa

Gerard Houllier, hinn nýráðni stjóri Aston Villa, hefur lýst yfir áhuga á því að fá framherjann Michael Owen til félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir