Íslenski boltinn

Hilmar Trausti: Verð vonandi kallaður bjargvætturinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Hilmar Trausti Arnarsson var hetja Hauka í kvöld er hann skoraði sigurmark þeirra gegn Fram í blálok leiksins á Vodafone-vellinum í kvöld.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Hauka sem fengu þar með þrjú afar dýrmæt stig í botnbaráttu Pepsi-deildar karla.

„Þetta var minn fyrsti leikur síðan 30. maí og óhætt að segja að þetta hafi verið óskabyrjun eftir þessa löngu fjarveru," sagði Hilmar Trausti við Vísi eftir leikinn í kvöld.

Markið skoraði hann eftir hornspyrnu á fjórðu mínútu uppbótartíma leiksins. „Ég ákvað bara að taka sénsinn og taka hlaupið á nærstöngina. Boltinn kom þangað og ég fleygði mér á hann. Ég held reynar að ég hafi stokkið aftur á bak en hann endaði í netinu, sem betur fer."

„Ég vona að þetta dugi til og að ég verði kallaður bjargvætturinn eftir tímabilið - það er aldrei að vita," sagði hann og brosti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×