Umfjöllun: Langþráður sigur Keflvíkinga Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2010 13:18 Keflavík bar sigur úr býtum gegn Val, 3-1, í 20. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, en leikið var í Keflavík. Einn besti leikur heimamanna í háa herrans tíð og allt annað að sjá til liðsins. Hörður Sveinsson skoraði tvo mörk fyrir Keflvíkinga og átti fínan leik. Fyrir leiki kvöldsins voru Valsmenn í sjötta sæti með 28 stig en Keflvíkingar í því áttunda með 24 stig. Heimamenn unnu síðasta leik 5.ágúst gegn Fylki, en gengi þeirra hafði verið slappt undanfarnar vikur. Valsmenn höfðu aftur á móti unnið tvo leiki í röð. Leikurinn hófst heldur rólega en Valsmenn byrjuðu leikinn betur og pressuðu töluvert að marki heimamanna fyrstu tíu mínútur leiksins. Smá saman fóru Keflvíkingar að sækja í sig veðrið og fóru að spila sinn bolta. Leikmenn létu boltann ganga vel á milli sín og ákveðin ró virtist vera yfir leik Keflvíkinga. Valsmenn voru í miklum vandræðum með Hauk Inga Guðnason sem lék frábærlega í fyrri hálfleik. Á 16.mínútu leiksins skoruðu Keflvíkingar fyrsta mark leiksins en þar var á ferðinni Andri Steinn Birgisson. Andri Steinn fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Valsmanna og gerði sér lítið fyrir og hamraði boltanum í bláhornið, óverjandi fyrir Kjartan í marki Valsmanna. Frábært mark sem hafði legið í loftinu. Aðeins sex mínútum síðar komust Keflvíkingar í 2-0 með marki frá Herði Sveinssyni. Haukur Ingi átti fínan sprett upp hægri kantinn og kom boltanum á Hörð sem var ekki í vandræðum með að skora. Leikurinn róaðist mikið fram að hálfleik og því var staðan 2-0 þegar menn gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri, með töluverðari pressu Valsmanna. Baldur Ingimar Aðalsteinsson var ekki búinn að vera lengi inn á þegar hann átti frábært skot í þverslánna, en Baldur kom með aukið líf í sóknarleik gestanna. Þegar um fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik náðu Valsmenn að minnka muninn. Martin Pedersen skoraði úr vítaspyrnu, en brotið hafði verið á Jóni Vilhelm Ákasyni. Einar Örn Daníelsson, dómari leiksins, var vel staðsettur og viss í sinni sök. Það hefur oftar en ekki gerst í sumar að þegar Keflvíkingar fá á sig mark þá missa þeir einbeitinguna og hætta að spila sinn leik. Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, hefur greinilega brýnt það fyrir sínum mönnum að láta ekki slíka hluti á sig fá og halda áfram sinni spilamennsku. Heimamenn hreinlega efldust við það að fá á sig mark og tóku öll völd á vellinum í framhaldinu. Á 71.mínútu leiksins kom Hörður Sveinsson, Keflavík í 3-1 með mjög svipuðu marki og hann skoraði í fyrri hálfleiknum. Guðmundur Steinarsson átti þessa líka frábæru fyrirgjöf sem rataði beint á Hörð og eftirleikurinn auðveldur. Eftir þriðja mark heimamanna róaðist leikurinn mikið, en Keflvíkingar voru líklegri að bæta við fleiri mörkum. Það var allt annað að sjá til Keflvíkinga en leikmenn liðsins voru rólegir og yfirvegaðir í öllum sínum aðgerðum sem skilaði þeim öllum stigunum sem í boði voru.Keflavík - Valur 3-11-0 Andri Steinn Birgisson (16.) 2-0 Hörður Sveinsson (22.) 2-1 Martin Pedersen, víti (51.) 3-1 Hörður Sveinsson (71.) Áhorfendur: 426 Dómari: Einar Örn Daníelsson 5 Skot (á mark): 15 - 9 (10-4) Varin skot: Ómar 4 - Kjartan 7 Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 8-10 Rangstöður: 4-4Keflavík (4-5-1):Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Alen Sutej 7 Brynjar Guðmundsson 6 (71. Einar Orri Einarsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 7 Andri Steinn Birgisson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Guðmundur Steinarsson 8 Hörður Sveinsson 8 (88. Magnús Þór Magnússon -) Haukur Ingi Guðnason 8 - maður leiksins (71. Arnór Ingvi Traustason -)Valur (4-5-1): Kjartan Sturluson 7 Stefán Jóhann Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Greg Ross 4 Martin Meldgaard Pedersen 6 Sigurbjörn Hreiðarsson 5 (75. Þórir Guðjónsson -) Haukur Páll Sigurðsson 6 (71. Rúnar Már Sigurjónsson -) Ian David Jeffs 4 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4 Arnar Sveinn Geirsson 5 (45. Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6) Jón Vilhelm Ákason 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Valur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Keflavík bar sigur úr býtum gegn Val, 3-1, í 20. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, en leikið var í Keflavík. Einn besti leikur heimamanna í háa herrans tíð og allt annað að sjá til liðsins. Hörður Sveinsson skoraði tvo mörk fyrir Keflvíkinga og átti fínan leik. Fyrir leiki kvöldsins voru Valsmenn í sjötta sæti með 28 stig en Keflvíkingar í því áttunda með 24 stig. Heimamenn unnu síðasta leik 5.ágúst gegn Fylki, en gengi þeirra hafði verið slappt undanfarnar vikur. Valsmenn höfðu aftur á móti unnið tvo leiki í röð. Leikurinn hófst heldur rólega en Valsmenn byrjuðu leikinn betur og pressuðu töluvert að marki heimamanna fyrstu tíu mínútur leiksins. Smá saman fóru Keflvíkingar að sækja í sig veðrið og fóru að spila sinn bolta. Leikmenn létu boltann ganga vel á milli sín og ákveðin ró virtist vera yfir leik Keflvíkinga. Valsmenn voru í miklum vandræðum með Hauk Inga Guðnason sem lék frábærlega í fyrri hálfleik. Á 16.mínútu leiksins skoruðu Keflvíkingar fyrsta mark leiksins en þar var á ferðinni Andri Steinn Birgisson. Andri Steinn fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Valsmanna og gerði sér lítið fyrir og hamraði boltanum í bláhornið, óverjandi fyrir Kjartan í marki Valsmanna. Frábært mark sem hafði legið í loftinu. Aðeins sex mínútum síðar komust Keflvíkingar í 2-0 með marki frá Herði Sveinssyni. Haukur Ingi átti fínan sprett upp hægri kantinn og kom boltanum á Hörð sem var ekki í vandræðum með að skora. Leikurinn róaðist mikið fram að hálfleik og því var staðan 2-0 þegar menn gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri, með töluverðari pressu Valsmanna. Baldur Ingimar Aðalsteinsson var ekki búinn að vera lengi inn á þegar hann átti frábært skot í þverslánna, en Baldur kom með aukið líf í sóknarleik gestanna. Þegar um fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik náðu Valsmenn að minnka muninn. Martin Pedersen skoraði úr vítaspyrnu, en brotið hafði verið á Jóni Vilhelm Ákasyni. Einar Örn Daníelsson, dómari leiksins, var vel staðsettur og viss í sinni sök. Það hefur oftar en ekki gerst í sumar að þegar Keflvíkingar fá á sig mark þá missa þeir einbeitinguna og hætta að spila sinn leik. Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, hefur greinilega brýnt það fyrir sínum mönnum að láta ekki slíka hluti á sig fá og halda áfram sinni spilamennsku. Heimamenn hreinlega efldust við það að fá á sig mark og tóku öll völd á vellinum í framhaldinu. Á 71.mínútu leiksins kom Hörður Sveinsson, Keflavík í 3-1 með mjög svipuðu marki og hann skoraði í fyrri hálfleiknum. Guðmundur Steinarsson átti þessa líka frábæru fyrirgjöf sem rataði beint á Hörð og eftirleikurinn auðveldur. Eftir þriðja mark heimamanna róaðist leikurinn mikið, en Keflvíkingar voru líklegri að bæta við fleiri mörkum. Það var allt annað að sjá til Keflvíkinga en leikmenn liðsins voru rólegir og yfirvegaðir í öllum sínum aðgerðum sem skilaði þeim öllum stigunum sem í boði voru.Keflavík - Valur 3-11-0 Andri Steinn Birgisson (16.) 2-0 Hörður Sveinsson (22.) 2-1 Martin Pedersen, víti (51.) 3-1 Hörður Sveinsson (71.) Áhorfendur: 426 Dómari: Einar Örn Daníelsson 5 Skot (á mark): 15 - 9 (10-4) Varin skot: Ómar 4 - Kjartan 7 Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 8-10 Rangstöður: 4-4Keflavík (4-5-1):Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Alen Sutej 7 Brynjar Guðmundsson 6 (71. Einar Orri Einarsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 7 Andri Steinn Birgisson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Guðmundur Steinarsson 8 Hörður Sveinsson 8 (88. Magnús Þór Magnússon -) Haukur Ingi Guðnason 8 - maður leiksins (71. Arnór Ingvi Traustason -)Valur (4-5-1): Kjartan Sturluson 7 Stefán Jóhann Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Greg Ross 4 Martin Meldgaard Pedersen 6 Sigurbjörn Hreiðarsson 5 (75. Þórir Guðjónsson -) Haukur Páll Sigurðsson 6 (71. Rúnar Már Sigurjónsson -) Ian David Jeffs 4 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4 Arnar Sveinn Geirsson 5 (45. Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6) Jón Vilhelm Ákason 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Valur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira