Umfjöllun: Langþráður sigur Keflvíkinga Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2010 13:18 Keflavík bar sigur úr býtum gegn Val, 3-1, í 20. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, en leikið var í Keflavík. Einn besti leikur heimamanna í háa herrans tíð og allt annað að sjá til liðsins. Hörður Sveinsson skoraði tvo mörk fyrir Keflvíkinga og átti fínan leik. Fyrir leiki kvöldsins voru Valsmenn í sjötta sæti með 28 stig en Keflvíkingar í því áttunda með 24 stig. Heimamenn unnu síðasta leik 5.ágúst gegn Fylki, en gengi þeirra hafði verið slappt undanfarnar vikur. Valsmenn höfðu aftur á móti unnið tvo leiki í röð. Leikurinn hófst heldur rólega en Valsmenn byrjuðu leikinn betur og pressuðu töluvert að marki heimamanna fyrstu tíu mínútur leiksins. Smá saman fóru Keflvíkingar að sækja í sig veðrið og fóru að spila sinn bolta. Leikmenn létu boltann ganga vel á milli sín og ákveðin ró virtist vera yfir leik Keflvíkinga. Valsmenn voru í miklum vandræðum með Hauk Inga Guðnason sem lék frábærlega í fyrri hálfleik. Á 16.mínútu leiksins skoruðu Keflvíkingar fyrsta mark leiksins en þar var á ferðinni Andri Steinn Birgisson. Andri Steinn fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Valsmanna og gerði sér lítið fyrir og hamraði boltanum í bláhornið, óverjandi fyrir Kjartan í marki Valsmanna. Frábært mark sem hafði legið í loftinu. Aðeins sex mínútum síðar komust Keflvíkingar í 2-0 með marki frá Herði Sveinssyni. Haukur Ingi átti fínan sprett upp hægri kantinn og kom boltanum á Hörð sem var ekki í vandræðum með að skora. Leikurinn róaðist mikið fram að hálfleik og því var staðan 2-0 þegar menn gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri, með töluverðari pressu Valsmanna. Baldur Ingimar Aðalsteinsson var ekki búinn að vera lengi inn á þegar hann átti frábært skot í þverslánna, en Baldur kom með aukið líf í sóknarleik gestanna. Þegar um fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik náðu Valsmenn að minnka muninn. Martin Pedersen skoraði úr vítaspyrnu, en brotið hafði verið á Jóni Vilhelm Ákasyni. Einar Örn Daníelsson, dómari leiksins, var vel staðsettur og viss í sinni sök. Það hefur oftar en ekki gerst í sumar að þegar Keflvíkingar fá á sig mark þá missa þeir einbeitinguna og hætta að spila sinn leik. Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, hefur greinilega brýnt það fyrir sínum mönnum að láta ekki slíka hluti á sig fá og halda áfram sinni spilamennsku. Heimamenn hreinlega efldust við það að fá á sig mark og tóku öll völd á vellinum í framhaldinu. Á 71.mínútu leiksins kom Hörður Sveinsson, Keflavík í 3-1 með mjög svipuðu marki og hann skoraði í fyrri hálfleiknum. Guðmundur Steinarsson átti þessa líka frábæru fyrirgjöf sem rataði beint á Hörð og eftirleikurinn auðveldur. Eftir þriðja mark heimamanna róaðist leikurinn mikið, en Keflvíkingar voru líklegri að bæta við fleiri mörkum. Það var allt annað að sjá til Keflvíkinga en leikmenn liðsins voru rólegir og yfirvegaðir í öllum sínum aðgerðum sem skilaði þeim öllum stigunum sem í boði voru.Keflavík - Valur 3-11-0 Andri Steinn Birgisson (16.) 2-0 Hörður Sveinsson (22.) 2-1 Martin Pedersen, víti (51.) 3-1 Hörður Sveinsson (71.) Áhorfendur: 426 Dómari: Einar Örn Daníelsson 5 Skot (á mark): 15 - 9 (10-4) Varin skot: Ómar 4 - Kjartan 7 Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 8-10 Rangstöður: 4-4Keflavík (4-5-1):Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Alen Sutej 7 Brynjar Guðmundsson 6 (71. Einar Orri Einarsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 7 Andri Steinn Birgisson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Guðmundur Steinarsson 8 Hörður Sveinsson 8 (88. Magnús Þór Magnússon -) Haukur Ingi Guðnason 8 - maður leiksins (71. Arnór Ingvi Traustason -)Valur (4-5-1): Kjartan Sturluson 7 Stefán Jóhann Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Greg Ross 4 Martin Meldgaard Pedersen 6 Sigurbjörn Hreiðarsson 5 (75. Þórir Guðjónsson -) Haukur Páll Sigurðsson 6 (71. Rúnar Már Sigurjónsson -) Ian David Jeffs 4 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4 Arnar Sveinn Geirsson 5 (45. Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6) Jón Vilhelm Ákason 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Valur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Keflavík bar sigur úr býtum gegn Val, 3-1, í 20. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, en leikið var í Keflavík. Einn besti leikur heimamanna í háa herrans tíð og allt annað að sjá til liðsins. Hörður Sveinsson skoraði tvo mörk fyrir Keflvíkinga og átti fínan leik. Fyrir leiki kvöldsins voru Valsmenn í sjötta sæti með 28 stig en Keflvíkingar í því áttunda með 24 stig. Heimamenn unnu síðasta leik 5.ágúst gegn Fylki, en gengi þeirra hafði verið slappt undanfarnar vikur. Valsmenn höfðu aftur á móti unnið tvo leiki í röð. Leikurinn hófst heldur rólega en Valsmenn byrjuðu leikinn betur og pressuðu töluvert að marki heimamanna fyrstu tíu mínútur leiksins. Smá saman fóru Keflvíkingar að sækja í sig veðrið og fóru að spila sinn bolta. Leikmenn létu boltann ganga vel á milli sín og ákveðin ró virtist vera yfir leik Keflvíkinga. Valsmenn voru í miklum vandræðum með Hauk Inga Guðnason sem lék frábærlega í fyrri hálfleik. Á 16.mínútu leiksins skoruðu Keflvíkingar fyrsta mark leiksins en þar var á ferðinni Andri Steinn Birgisson. Andri Steinn fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Valsmanna og gerði sér lítið fyrir og hamraði boltanum í bláhornið, óverjandi fyrir Kjartan í marki Valsmanna. Frábært mark sem hafði legið í loftinu. Aðeins sex mínútum síðar komust Keflvíkingar í 2-0 með marki frá Herði Sveinssyni. Haukur Ingi átti fínan sprett upp hægri kantinn og kom boltanum á Hörð sem var ekki í vandræðum með að skora. Leikurinn róaðist mikið fram að hálfleik og því var staðan 2-0 þegar menn gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri, með töluverðari pressu Valsmanna. Baldur Ingimar Aðalsteinsson var ekki búinn að vera lengi inn á þegar hann átti frábært skot í þverslánna, en Baldur kom með aukið líf í sóknarleik gestanna. Þegar um fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik náðu Valsmenn að minnka muninn. Martin Pedersen skoraði úr vítaspyrnu, en brotið hafði verið á Jóni Vilhelm Ákasyni. Einar Örn Daníelsson, dómari leiksins, var vel staðsettur og viss í sinni sök. Það hefur oftar en ekki gerst í sumar að þegar Keflvíkingar fá á sig mark þá missa þeir einbeitinguna og hætta að spila sinn leik. Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, hefur greinilega brýnt það fyrir sínum mönnum að láta ekki slíka hluti á sig fá og halda áfram sinni spilamennsku. Heimamenn hreinlega efldust við það að fá á sig mark og tóku öll völd á vellinum í framhaldinu. Á 71.mínútu leiksins kom Hörður Sveinsson, Keflavík í 3-1 með mjög svipuðu marki og hann skoraði í fyrri hálfleiknum. Guðmundur Steinarsson átti þessa líka frábæru fyrirgjöf sem rataði beint á Hörð og eftirleikurinn auðveldur. Eftir þriðja mark heimamanna róaðist leikurinn mikið, en Keflvíkingar voru líklegri að bæta við fleiri mörkum. Það var allt annað að sjá til Keflvíkinga en leikmenn liðsins voru rólegir og yfirvegaðir í öllum sínum aðgerðum sem skilaði þeim öllum stigunum sem í boði voru.Keflavík - Valur 3-11-0 Andri Steinn Birgisson (16.) 2-0 Hörður Sveinsson (22.) 2-1 Martin Pedersen, víti (51.) 3-1 Hörður Sveinsson (71.) Áhorfendur: 426 Dómari: Einar Örn Daníelsson 5 Skot (á mark): 15 - 9 (10-4) Varin skot: Ómar 4 - Kjartan 7 Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 8-10 Rangstöður: 4-4Keflavík (4-5-1):Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Alen Sutej 7 Brynjar Guðmundsson 6 (71. Einar Orri Einarsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 7 Andri Steinn Birgisson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Guðmundur Steinarsson 8 Hörður Sveinsson 8 (88. Magnús Þór Magnússon -) Haukur Ingi Guðnason 8 - maður leiksins (71. Arnór Ingvi Traustason -)Valur (4-5-1): Kjartan Sturluson 7 Stefán Jóhann Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Greg Ross 4 Martin Meldgaard Pedersen 6 Sigurbjörn Hreiðarsson 5 (75. Þórir Guðjónsson -) Haukur Páll Sigurðsson 6 (71. Rúnar Már Sigurjónsson -) Ian David Jeffs 4 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4 Arnar Sveinn Geirsson 5 (45. Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6) Jón Vilhelm Ákason 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Valur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki