Umfjöllun: Langþráður sigur Keflvíkinga Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2010 13:18 Keflavík bar sigur úr býtum gegn Val, 3-1, í 20. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, en leikið var í Keflavík. Einn besti leikur heimamanna í háa herrans tíð og allt annað að sjá til liðsins. Hörður Sveinsson skoraði tvo mörk fyrir Keflvíkinga og átti fínan leik. Fyrir leiki kvöldsins voru Valsmenn í sjötta sæti með 28 stig en Keflvíkingar í því áttunda með 24 stig. Heimamenn unnu síðasta leik 5.ágúst gegn Fylki, en gengi þeirra hafði verið slappt undanfarnar vikur. Valsmenn höfðu aftur á móti unnið tvo leiki í röð. Leikurinn hófst heldur rólega en Valsmenn byrjuðu leikinn betur og pressuðu töluvert að marki heimamanna fyrstu tíu mínútur leiksins. Smá saman fóru Keflvíkingar að sækja í sig veðrið og fóru að spila sinn bolta. Leikmenn létu boltann ganga vel á milli sín og ákveðin ró virtist vera yfir leik Keflvíkinga. Valsmenn voru í miklum vandræðum með Hauk Inga Guðnason sem lék frábærlega í fyrri hálfleik. Á 16.mínútu leiksins skoruðu Keflvíkingar fyrsta mark leiksins en þar var á ferðinni Andri Steinn Birgisson. Andri Steinn fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Valsmanna og gerði sér lítið fyrir og hamraði boltanum í bláhornið, óverjandi fyrir Kjartan í marki Valsmanna. Frábært mark sem hafði legið í loftinu. Aðeins sex mínútum síðar komust Keflvíkingar í 2-0 með marki frá Herði Sveinssyni. Haukur Ingi átti fínan sprett upp hægri kantinn og kom boltanum á Hörð sem var ekki í vandræðum með að skora. Leikurinn róaðist mikið fram að hálfleik og því var staðan 2-0 þegar menn gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri, með töluverðari pressu Valsmanna. Baldur Ingimar Aðalsteinsson var ekki búinn að vera lengi inn á þegar hann átti frábært skot í þverslánna, en Baldur kom með aukið líf í sóknarleik gestanna. Þegar um fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik náðu Valsmenn að minnka muninn. Martin Pedersen skoraði úr vítaspyrnu, en brotið hafði verið á Jóni Vilhelm Ákasyni. Einar Örn Daníelsson, dómari leiksins, var vel staðsettur og viss í sinni sök. Það hefur oftar en ekki gerst í sumar að þegar Keflvíkingar fá á sig mark þá missa þeir einbeitinguna og hætta að spila sinn leik. Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, hefur greinilega brýnt það fyrir sínum mönnum að láta ekki slíka hluti á sig fá og halda áfram sinni spilamennsku. Heimamenn hreinlega efldust við það að fá á sig mark og tóku öll völd á vellinum í framhaldinu. Á 71.mínútu leiksins kom Hörður Sveinsson, Keflavík í 3-1 með mjög svipuðu marki og hann skoraði í fyrri hálfleiknum. Guðmundur Steinarsson átti þessa líka frábæru fyrirgjöf sem rataði beint á Hörð og eftirleikurinn auðveldur. Eftir þriðja mark heimamanna róaðist leikurinn mikið, en Keflvíkingar voru líklegri að bæta við fleiri mörkum. Það var allt annað að sjá til Keflvíkinga en leikmenn liðsins voru rólegir og yfirvegaðir í öllum sínum aðgerðum sem skilaði þeim öllum stigunum sem í boði voru.Keflavík - Valur 3-11-0 Andri Steinn Birgisson (16.) 2-0 Hörður Sveinsson (22.) 2-1 Martin Pedersen, víti (51.) 3-1 Hörður Sveinsson (71.) Áhorfendur: 426 Dómari: Einar Örn Daníelsson 5 Skot (á mark): 15 - 9 (10-4) Varin skot: Ómar 4 - Kjartan 7 Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 8-10 Rangstöður: 4-4Keflavík (4-5-1):Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Alen Sutej 7 Brynjar Guðmundsson 6 (71. Einar Orri Einarsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 7 Andri Steinn Birgisson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Guðmundur Steinarsson 8 Hörður Sveinsson 8 (88. Magnús Þór Magnússon -) Haukur Ingi Guðnason 8 - maður leiksins (71. Arnór Ingvi Traustason -)Valur (4-5-1): Kjartan Sturluson 7 Stefán Jóhann Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Greg Ross 4 Martin Meldgaard Pedersen 6 Sigurbjörn Hreiðarsson 5 (75. Þórir Guðjónsson -) Haukur Páll Sigurðsson 6 (71. Rúnar Már Sigurjónsson -) Ian David Jeffs 4 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4 Arnar Sveinn Geirsson 5 (45. Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6) Jón Vilhelm Ákason 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Valur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Keflavík bar sigur úr býtum gegn Val, 3-1, í 20. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, en leikið var í Keflavík. Einn besti leikur heimamanna í háa herrans tíð og allt annað að sjá til liðsins. Hörður Sveinsson skoraði tvo mörk fyrir Keflvíkinga og átti fínan leik. Fyrir leiki kvöldsins voru Valsmenn í sjötta sæti með 28 stig en Keflvíkingar í því áttunda með 24 stig. Heimamenn unnu síðasta leik 5.ágúst gegn Fylki, en gengi þeirra hafði verið slappt undanfarnar vikur. Valsmenn höfðu aftur á móti unnið tvo leiki í röð. Leikurinn hófst heldur rólega en Valsmenn byrjuðu leikinn betur og pressuðu töluvert að marki heimamanna fyrstu tíu mínútur leiksins. Smá saman fóru Keflvíkingar að sækja í sig veðrið og fóru að spila sinn bolta. Leikmenn létu boltann ganga vel á milli sín og ákveðin ró virtist vera yfir leik Keflvíkinga. Valsmenn voru í miklum vandræðum með Hauk Inga Guðnason sem lék frábærlega í fyrri hálfleik. Á 16.mínútu leiksins skoruðu Keflvíkingar fyrsta mark leiksins en þar var á ferðinni Andri Steinn Birgisson. Andri Steinn fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Valsmanna og gerði sér lítið fyrir og hamraði boltanum í bláhornið, óverjandi fyrir Kjartan í marki Valsmanna. Frábært mark sem hafði legið í loftinu. Aðeins sex mínútum síðar komust Keflvíkingar í 2-0 með marki frá Herði Sveinssyni. Haukur Ingi átti fínan sprett upp hægri kantinn og kom boltanum á Hörð sem var ekki í vandræðum með að skora. Leikurinn róaðist mikið fram að hálfleik og því var staðan 2-0 þegar menn gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri, með töluverðari pressu Valsmanna. Baldur Ingimar Aðalsteinsson var ekki búinn að vera lengi inn á þegar hann átti frábært skot í þverslánna, en Baldur kom með aukið líf í sóknarleik gestanna. Þegar um fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik náðu Valsmenn að minnka muninn. Martin Pedersen skoraði úr vítaspyrnu, en brotið hafði verið á Jóni Vilhelm Ákasyni. Einar Örn Daníelsson, dómari leiksins, var vel staðsettur og viss í sinni sök. Það hefur oftar en ekki gerst í sumar að þegar Keflvíkingar fá á sig mark þá missa þeir einbeitinguna og hætta að spila sinn leik. Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, hefur greinilega brýnt það fyrir sínum mönnum að láta ekki slíka hluti á sig fá og halda áfram sinni spilamennsku. Heimamenn hreinlega efldust við það að fá á sig mark og tóku öll völd á vellinum í framhaldinu. Á 71.mínútu leiksins kom Hörður Sveinsson, Keflavík í 3-1 með mjög svipuðu marki og hann skoraði í fyrri hálfleiknum. Guðmundur Steinarsson átti þessa líka frábæru fyrirgjöf sem rataði beint á Hörð og eftirleikurinn auðveldur. Eftir þriðja mark heimamanna róaðist leikurinn mikið, en Keflvíkingar voru líklegri að bæta við fleiri mörkum. Það var allt annað að sjá til Keflvíkinga en leikmenn liðsins voru rólegir og yfirvegaðir í öllum sínum aðgerðum sem skilaði þeim öllum stigunum sem í boði voru.Keflavík - Valur 3-11-0 Andri Steinn Birgisson (16.) 2-0 Hörður Sveinsson (22.) 2-1 Martin Pedersen, víti (51.) 3-1 Hörður Sveinsson (71.) Áhorfendur: 426 Dómari: Einar Örn Daníelsson 5 Skot (á mark): 15 - 9 (10-4) Varin skot: Ómar 4 - Kjartan 7 Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 8-10 Rangstöður: 4-4Keflavík (4-5-1):Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Alen Sutej 7 Brynjar Guðmundsson 6 (71. Einar Orri Einarsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 7 Andri Steinn Birgisson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Guðmundur Steinarsson 8 Hörður Sveinsson 8 (88. Magnús Þór Magnússon -) Haukur Ingi Guðnason 8 - maður leiksins (71. Arnór Ingvi Traustason -)Valur (4-5-1): Kjartan Sturluson 7 Stefán Jóhann Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Greg Ross 4 Martin Meldgaard Pedersen 6 Sigurbjörn Hreiðarsson 5 (75. Þórir Guðjónsson -) Haukur Páll Sigurðsson 6 (71. Rúnar Már Sigurjónsson -) Ian David Jeffs 4 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4 Arnar Sveinn Geirsson 5 (45. Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6) Jón Vilhelm Ákason 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Valur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti