Íslenski boltinn

Guðmundur Benediktsson: Eru að spila alltof barnalegan varnarleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss.
Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss.
Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss, var niðurlútur í leikslok eftir 2-0 tap á heimavelli á móti ÍBV í kvöld. Tapið þýðir að Selfossliðið á nú aðeins tölfræðilega möguleika á því að bjarga sér.

„Ég get tekið undir það að mínir menn voru að reyna en samt sem áður tel ég að menn hafi getað reynt enn frekar. Einbeitingin var ekki nógu góð á tímabili og ég verð að segja það að ÍBV þurfti engan stjörnuleik hér í dag til þess að vinna okkur. Við vorum hreinlega ekki nógu góðir," sagði Guðmundur Benediktsson eftir leikinn.

„Við vorum að komast í ágætar stöður út á vellinum en það voru of margar sendingar sem voru slakar og síðan erum við oft á tíðum að spila alltof barnalegan varnarleik. Einstaklingsmistökin eru bara of mörg og það leiðir til þess að við fáum á okkur mörk. Það þýðir ekkert í þessari deild því þér er refsað fyrir þessi mistök og ÍBV gerði það hér í dag. Þeir spiluðu þetta skynsamlega og settu sitthvort markið í hvorum hálfleiknum og kláruðu þetta dæmi," sagði Guðmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×