Umfjöllun: Blikar stigu stórt skref í átt að titlinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. september 2010 12:34 Blikar fagna einu marka sinna í kvöld. Mynd/Valli Breiðablik er aðeins tveim leikjum frá fyrsta Íslandsmeistaratitli liðsins í meistaraflokki karla. Breiðablik vann góðan 1-3 sigur á KR í kvöld og gerði um leið út um vonir KR-inga á Íslandsmeistaratitlinum. KR-ingar mættu miklu grimmari til leiks og tóku völdin strax í leiknum. Blikar virkuðu taugastrekktir og ekki tilbúnir í slaginn. KR-ingar fengu nokkur ágæt færi til þess að komast yfir en náðu ekki að nýta þau. Eftir um hálftíma leik tóku Blikar loksins við sér. Þeir voru búnir að vera með lífsmarki í aðeins nokkrar mínútur þegar þeir komust yfir. Alfreð Finnbogason átti þá flottan sprett upp miðjuna. Hann sendi á Kristin Steindórsson sem framlengdi á Hauk Baldvinsson sem kláraði færið með skoti á nærstöng. Smekklega gert. KR-ingar höfðu á þessum kafla misst dampinn og sóknarleikur þeirra varð ómarkviss. Liðið fór að reyna of langar og erfiðar stungusendingar sem engu skiluðu. Liðið var því undir í leikhléi þrátt fyrir að vera talsvert sterkari aðilinn lungann af fyrri hálfleik. Það voru aftur á móti Blikar sem byrjuðu síðari hálfleikinn. Þeir byrjuðu hann reyndar með látum og voru búnir að skora tvö mörk áður en KR-ingar hreinlega áttuðu sig á því að síðari hálfleikur væri hafinn. KR-ingar mega eiga það að þeir börðust hetjulega og seldu sig dýrt. Þeim gekk þó ekkert að nýta færin sín. Voru reyndar líka óheppnir er boltinn smáll tvisvar í þverslá Blikamarksins. Þetta var dagur Blika á meðan ekkert féll með KR. Tímabilið því titlalaust og mikil vonbrigði eftir að KR komst aftur á móti í séns á nýjan leik. Blikar eru aftur á móti á beinu brautinni og virðast líklegir til þess að fara alla leið. Liðið vex með hverri raun og stenst hvert prófið á fætur öðru. Blikastrákarnir eru að verða að mönnum og haldi þeir áfram á sömu braut þá verða þeir Íslandsmeistarar. KR-Breiðablik 1-30-1 Haukur Baldvinsson (37.) 0-2 Kristinn Steindórsson (47.) 0-3 Alfreð Finnbogason (50.) 1-3 Guðjón Baldvinsson (64.) Áhorfendur: 3.003 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 4. Skot (á mark): 16-11 (6-8) Varin skot: Lars 5 – Ingvar 3 Horn: 7-4 Aukaspyrnur fengnar: 18-16 Rangstöður: 4-1 KR (4-3-3) Lars Ivar Moldsked 7 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Mark Rutgers 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 5 Viktor Bjarki Arnarsson 3 (58., Dofri Snorrason 4) Óskar Örn Hauksson 6 (80., Björgólfur Takefusa -) Kjartan Henry Finnbogason 3 Guðjón Baldvinsson 7 Breiðablik (4-3-3)Ingvar Þór Kale 7 Kristinn Jónsson 6 Kári Ársælsson 7 Elfar Freyr Helgason 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 (65., Olgeir Sigurgeirsson 5) Finnur Orri Margeirsson 5 Guðmundur Kristjánsson 6 Jökull Elísabetarson 7 Haukur Baldvinsson 8 (71., Andri Rafn Yeoman -) Kristinn Steindórsson 7 (80., Guðmundur Pétursson -)Alfreð Finnbogason 8 – Maður leiksins Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - Breiðablik Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Breiðablik er aðeins tveim leikjum frá fyrsta Íslandsmeistaratitli liðsins í meistaraflokki karla. Breiðablik vann góðan 1-3 sigur á KR í kvöld og gerði um leið út um vonir KR-inga á Íslandsmeistaratitlinum. KR-ingar mættu miklu grimmari til leiks og tóku völdin strax í leiknum. Blikar virkuðu taugastrekktir og ekki tilbúnir í slaginn. KR-ingar fengu nokkur ágæt færi til þess að komast yfir en náðu ekki að nýta þau. Eftir um hálftíma leik tóku Blikar loksins við sér. Þeir voru búnir að vera með lífsmarki í aðeins nokkrar mínútur þegar þeir komust yfir. Alfreð Finnbogason átti þá flottan sprett upp miðjuna. Hann sendi á Kristin Steindórsson sem framlengdi á Hauk Baldvinsson sem kláraði færið með skoti á nærstöng. Smekklega gert. KR-ingar höfðu á þessum kafla misst dampinn og sóknarleikur þeirra varð ómarkviss. Liðið fór að reyna of langar og erfiðar stungusendingar sem engu skiluðu. Liðið var því undir í leikhléi þrátt fyrir að vera talsvert sterkari aðilinn lungann af fyrri hálfleik. Það voru aftur á móti Blikar sem byrjuðu síðari hálfleikinn. Þeir byrjuðu hann reyndar með látum og voru búnir að skora tvö mörk áður en KR-ingar hreinlega áttuðu sig á því að síðari hálfleikur væri hafinn. KR-ingar mega eiga það að þeir börðust hetjulega og seldu sig dýrt. Þeim gekk þó ekkert að nýta færin sín. Voru reyndar líka óheppnir er boltinn smáll tvisvar í þverslá Blikamarksins. Þetta var dagur Blika á meðan ekkert féll með KR. Tímabilið því titlalaust og mikil vonbrigði eftir að KR komst aftur á móti í séns á nýjan leik. Blikar eru aftur á móti á beinu brautinni og virðast líklegir til þess að fara alla leið. Liðið vex með hverri raun og stenst hvert prófið á fætur öðru. Blikastrákarnir eru að verða að mönnum og haldi þeir áfram á sömu braut þá verða þeir Íslandsmeistarar. KR-Breiðablik 1-30-1 Haukur Baldvinsson (37.) 0-2 Kristinn Steindórsson (47.) 0-3 Alfreð Finnbogason (50.) 1-3 Guðjón Baldvinsson (64.) Áhorfendur: 3.003 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 4. Skot (á mark): 16-11 (6-8) Varin skot: Lars 5 – Ingvar 3 Horn: 7-4 Aukaspyrnur fengnar: 18-16 Rangstöður: 4-1 KR (4-3-3) Lars Ivar Moldsked 7 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 Mark Rutgers 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 5 Viktor Bjarki Arnarsson 3 (58., Dofri Snorrason 4) Óskar Örn Hauksson 6 (80., Björgólfur Takefusa -) Kjartan Henry Finnbogason 3 Guðjón Baldvinsson 7 Breiðablik (4-3-3)Ingvar Þór Kale 7 Kristinn Jónsson 6 Kári Ársælsson 7 Elfar Freyr Helgason 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 (65., Olgeir Sigurgeirsson 5) Finnur Orri Margeirsson 5 Guðmundur Kristjánsson 6 Jökull Elísabetarson 7 Haukur Baldvinsson 8 (71., Andri Rafn Yeoman -) Kristinn Steindórsson 7 (80., Guðmundur Pétursson -)Alfreð Finnbogason 8 – Maður leiksins Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - Breiðablik
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki