Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Missum hausinn í tvær mínútur

Ari Erlingsson skrifar
Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, var ekkert sérstaklega upplitsdjarfur í samtali við blaðamann eftir leik sinna manna gegn Fylki. Vildi Ólafur kenna augnabliks einbeitingarleysi er orsökuðu tvö mörk undir lok leiks.

„Fylkismennirnir bakka auðvitað alveg aftur að miðju og við náum að halda boltanum ágætlega en gengur erfiðlega að brjóta vörn þeirra á bak aftur. Það vantaði svona lokaslútt hjá okkur og í seinni hálfleik fáum við 2-3 færi en Fjalar ver glæsilega þarna nokkrum sinnum. Því miður tapast leikurinn á því að við missum hausinn í tvær mínútur í lokin og það er bara þannig að maður verður að halda einbeitingu allan leikinn."

Ólafur vildi þó ekki gráta þetta tap lengi og horfir einfaldlega bara fram á veginn. „Það er bara næsti leikur og við þurfum bara að bæta leik okkar og þá aukast líkur á stigum. Þetta er ekki flókið".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×