Íslenski boltinn

Albert: Bara ákveðið í dag að ég myndi taka vítin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Sævarsson, markvörður Eyjamanna.
Albert Sævarsson, markvörður Eyjamanna. Mynd/Daníel
Albert Sævarsson, markvörður Eyjamanna, hélt ekki bara marki sínu hreinu á móti Selfossi í kvöld heldur skoraði hann einnig seinna markið undir lokin sem gulltryggði sigur liðsins.

„Þetta var flottur sigur en þetta var náttúrulega bara barátta út um allan völl. Það var glæsilegt hjá strákunum að koma til baka eftir KR-leikinn og klára þenann leik. Þetta var erfitt en við spiluðum flottan leik þar sem að þeir fengu bara eitt marktækifæri og við vorum yfir allan tímann," sagði Albert.

Hann fékk að vita þá á leikmannafundinum fyrir leikinn að hann væri nýja vítaskyttan hjá ÍBV-liðinu.

„Þetta var bara ákveðið í dag á fundinum. Tryggvi er búinn að klikka tvísvar í sumar þannig að það var komin röðin að mér. Ég hef tekið nokkur víti en Heimir treysti mér greinilega best fyrir þessu," sagði Albert sem sagði það enga aukapressu að það væri langt í markið ef hann myndi klikka.

„Það verður bara að hafa það ef ég klikka. Ég verð þá bara að taka sprettinn. Ég var nokkuð öruggur á þessu enda veit ég að ef ég skýt á hitt hornið við markmanninn þá fer hann inn," sagði Albert kokhraustur.

„Þetta var erfiður leikur því það var mikið stress í gangi. Menn hafa ekki verið í svona stöðu áður nema Tryggvi og þetta var erfiður leikur fyrir okkur. Nú erum við búnir að yfirstíga það því nú erum við komnir í Evrópukeppnina. Nú eru bara tveir leikir eftir. Þetta er bara bein braut og við erum ákveðnir að taka leikinn á sunndaginn," sagði Albert að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×