Umfjöllun: Dramatískur sigur Hauka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2010 13:15 Haukar fagna einu marka sinna í sumar. Haukar eiga enn von um að bjarga sæti sínu í Pepsi-deild karla eftir 2-1 dramatískan sigur á Fram á Vodafone-vellinum í dag. Sigurmark leiksins kom á fjórðu mínútu uppbótartímans er varamaðurinn Hilmar Trausti Arnarsson skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið höfðu sótt nokkuð stíft lokamínútur leiksins og freistuðu þess að klófesta öll stigin þrjú sem í boði voru. Haukar tefldu nokkuð djarft á lokamínútum leiksins og það borgaði sig í þetta skiptið. Loksins voru lukkudísirnar á þeirra bandi en það er þó enn langt í land fyrir þá rauðklæddu. Þrátt fyrir stigin þrjú í kvöld eru Haukar enn þremur stigum á eftir Grindavík og fjórum á eftir Fylki. Það þýðir að Haukum mun líklegast ekki duga sigur gegn Fylki á sunnudag þegar liðin mætast til að bjarga sæti sínu í deildinni. Þeir þurfa að treysta á að úrslit annarra leikja í síðustu tveimur umferðunum verði þeim hagstæð. Leikurinn í kvöld var afar lengi að komast almennilega í gang og gerðist í raun ekkert markvert í fyrri hálfleik. Framarar komu miklu beittari í síðari hálfleikinn og uppskáru mark á 53. mínútu. Ívar Björnsson var þar að verki eftir að hafa fylgt eftir eigin skalla sem hafnaði í stönginni eftir laglegan undirbúning Sam Tillern. Eftir þetta róðist leikurinn nokkuð og Haukar unnu sig betur inn í leikinn. Það gerðist þó ekki mikið hjá þeim fyrr en þeir fengu vítaspyrnu þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. Hún var dæmd eftir að Guðjón Pétur Lýðsson skaut boltanum í hendi varamannsins Jóns Orra Ólafssonar. Arnar Gunnlaugsson skoraði örugglega úr henni. Sem fyrr segir voru síðustu mínútur leiksins afar fjörlegar. Bæði lið sóttu stíft og þegar vel var liðið á uppbótartímann komst Magnús Björgvinsson, varamaður Hauka, í gott skotfæri eftir undirbúning Úlfars Hrafns Pálssonar. Skot hans var bjargað í horn en upp úr því skoraði Hilmar Trausti sigurmarkið dýrmæta. Hvort þetta mark eigi eftir að verða til þess að Haukar haldi áfram á þessari braut og komi sér upp úr fallsæti áður en mótinu lýkur verður að koma í ljós. Líklegt er þó að þeir verði að spila nokkuð betur en þeir gerðu lengst af í kvöld til að svo verði.Haukar - Fram 2-1 0-1 Ívar Björnsson (53.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson, víti (71.) 2-1 Hilmar Trausti Arnarsson (94.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 402. Dómari: Valgeir Valgeirsson (6) Skot (á mark): 8-14 (3-4)Varin skot: Daði 3 - Hannes 1Horn: 4-7Aukaspyrnur fengnar: 13-12Rangstöður: 2-1Haukar (4-3-3): Daði Lárusson 7 - maður leiksins Grétar Atli Grétarsson 6 Daníel Einarsson 5 Jamie McCunnie 7 Kristján Ómar Björnsson 5 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Arnar Gunnlaugsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 4 (86. Hilmar Trausti Arnarsson -) Úlfar Hrafn Pálsson 7 Hilmar Rafn Emilsson 4 (66. Magnús Björgvinsson 5)Fram (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 6 (86. Hlynur Atli Magnússon -) Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 7 Tómas Leifsson 3 (65. Jón Orri Ólafsson 4) Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Joe Tillen 7 Almarr Ormarsson 4 Ívar Björnsson 5 (86. Guðmundur Magnússon -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins:Haukar - Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Haukar eiga enn von um að bjarga sæti sínu í Pepsi-deild karla eftir 2-1 dramatískan sigur á Fram á Vodafone-vellinum í dag. Sigurmark leiksins kom á fjórðu mínútu uppbótartímans er varamaðurinn Hilmar Trausti Arnarsson skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið höfðu sótt nokkuð stíft lokamínútur leiksins og freistuðu þess að klófesta öll stigin þrjú sem í boði voru. Haukar tefldu nokkuð djarft á lokamínútum leiksins og það borgaði sig í þetta skiptið. Loksins voru lukkudísirnar á þeirra bandi en það er þó enn langt í land fyrir þá rauðklæddu. Þrátt fyrir stigin þrjú í kvöld eru Haukar enn þremur stigum á eftir Grindavík og fjórum á eftir Fylki. Það þýðir að Haukum mun líklegast ekki duga sigur gegn Fylki á sunnudag þegar liðin mætast til að bjarga sæti sínu í deildinni. Þeir þurfa að treysta á að úrslit annarra leikja í síðustu tveimur umferðunum verði þeim hagstæð. Leikurinn í kvöld var afar lengi að komast almennilega í gang og gerðist í raun ekkert markvert í fyrri hálfleik. Framarar komu miklu beittari í síðari hálfleikinn og uppskáru mark á 53. mínútu. Ívar Björnsson var þar að verki eftir að hafa fylgt eftir eigin skalla sem hafnaði í stönginni eftir laglegan undirbúning Sam Tillern. Eftir þetta róðist leikurinn nokkuð og Haukar unnu sig betur inn í leikinn. Það gerðist þó ekki mikið hjá þeim fyrr en þeir fengu vítaspyrnu þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. Hún var dæmd eftir að Guðjón Pétur Lýðsson skaut boltanum í hendi varamannsins Jóns Orra Ólafssonar. Arnar Gunnlaugsson skoraði örugglega úr henni. Sem fyrr segir voru síðustu mínútur leiksins afar fjörlegar. Bæði lið sóttu stíft og þegar vel var liðið á uppbótartímann komst Magnús Björgvinsson, varamaður Hauka, í gott skotfæri eftir undirbúning Úlfars Hrafns Pálssonar. Skot hans var bjargað í horn en upp úr því skoraði Hilmar Trausti sigurmarkið dýrmæta. Hvort þetta mark eigi eftir að verða til þess að Haukar haldi áfram á þessari braut og komi sér upp úr fallsæti áður en mótinu lýkur verður að koma í ljós. Líklegt er þó að þeir verði að spila nokkuð betur en þeir gerðu lengst af í kvöld til að svo verði.Haukar - Fram 2-1 0-1 Ívar Björnsson (53.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson, víti (71.) 2-1 Hilmar Trausti Arnarsson (94.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 402. Dómari: Valgeir Valgeirsson (6) Skot (á mark): 8-14 (3-4)Varin skot: Daði 3 - Hannes 1Horn: 4-7Aukaspyrnur fengnar: 13-12Rangstöður: 2-1Haukar (4-3-3): Daði Lárusson 7 - maður leiksins Grétar Atli Grétarsson 6 Daníel Einarsson 5 Jamie McCunnie 7 Kristján Ómar Björnsson 5 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Arnar Gunnlaugsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 4 (86. Hilmar Trausti Arnarsson -) Úlfar Hrafn Pálsson 7 Hilmar Rafn Emilsson 4 (66. Magnús Björgvinsson 5)Fram (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 6 (86. Hlynur Atli Magnússon -) Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 7 Tómas Leifsson 3 (65. Jón Orri Ólafsson 4) Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Joe Tillen 7 Almarr Ormarsson 4 Ívar Björnsson 5 (86. Guðmundur Magnússon -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins:Haukar - Fram
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira