Umfjöllun: Dramatískur sigur Hauka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2010 13:15 Haukar fagna einu marka sinna í sumar. Haukar eiga enn von um að bjarga sæti sínu í Pepsi-deild karla eftir 2-1 dramatískan sigur á Fram á Vodafone-vellinum í dag. Sigurmark leiksins kom á fjórðu mínútu uppbótartímans er varamaðurinn Hilmar Trausti Arnarsson skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið höfðu sótt nokkuð stíft lokamínútur leiksins og freistuðu þess að klófesta öll stigin þrjú sem í boði voru. Haukar tefldu nokkuð djarft á lokamínútum leiksins og það borgaði sig í þetta skiptið. Loksins voru lukkudísirnar á þeirra bandi en það er þó enn langt í land fyrir þá rauðklæddu. Þrátt fyrir stigin þrjú í kvöld eru Haukar enn þremur stigum á eftir Grindavík og fjórum á eftir Fylki. Það þýðir að Haukum mun líklegast ekki duga sigur gegn Fylki á sunnudag þegar liðin mætast til að bjarga sæti sínu í deildinni. Þeir þurfa að treysta á að úrslit annarra leikja í síðustu tveimur umferðunum verði þeim hagstæð. Leikurinn í kvöld var afar lengi að komast almennilega í gang og gerðist í raun ekkert markvert í fyrri hálfleik. Framarar komu miklu beittari í síðari hálfleikinn og uppskáru mark á 53. mínútu. Ívar Björnsson var þar að verki eftir að hafa fylgt eftir eigin skalla sem hafnaði í stönginni eftir laglegan undirbúning Sam Tillern. Eftir þetta róðist leikurinn nokkuð og Haukar unnu sig betur inn í leikinn. Það gerðist þó ekki mikið hjá þeim fyrr en þeir fengu vítaspyrnu þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. Hún var dæmd eftir að Guðjón Pétur Lýðsson skaut boltanum í hendi varamannsins Jóns Orra Ólafssonar. Arnar Gunnlaugsson skoraði örugglega úr henni. Sem fyrr segir voru síðustu mínútur leiksins afar fjörlegar. Bæði lið sóttu stíft og þegar vel var liðið á uppbótartímann komst Magnús Björgvinsson, varamaður Hauka, í gott skotfæri eftir undirbúning Úlfars Hrafns Pálssonar. Skot hans var bjargað í horn en upp úr því skoraði Hilmar Trausti sigurmarkið dýrmæta. Hvort þetta mark eigi eftir að verða til þess að Haukar haldi áfram á þessari braut og komi sér upp úr fallsæti áður en mótinu lýkur verður að koma í ljós. Líklegt er þó að þeir verði að spila nokkuð betur en þeir gerðu lengst af í kvöld til að svo verði.Haukar - Fram 2-1 0-1 Ívar Björnsson (53.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson, víti (71.) 2-1 Hilmar Trausti Arnarsson (94.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 402. Dómari: Valgeir Valgeirsson (6) Skot (á mark): 8-14 (3-4)Varin skot: Daði 3 - Hannes 1Horn: 4-7Aukaspyrnur fengnar: 13-12Rangstöður: 2-1Haukar (4-3-3): Daði Lárusson 7 - maður leiksins Grétar Atli Grétarsson 6 Daníel Einarsson 5 Jamie McCunnie 7 Kristján Ómar Björnsson 5 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Arnar Gunnlaugsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 4 (86. Hilmar Trausti Arnarsson -) Úlfar Hrafn Pálsson 7 Hilmar Rafn Emilsson 4 (66. Magnús Björgvinsson 5)Fram (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 6 (86. Hlynur Atli Magnússon -) Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 7 Tómas Leifsson 3 (65. Jón Orri Ólafsson 4) Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Joe Tillen 7 Almarr Ormarsson 4 Ívar Björnsson 5 (86. Guðmundur Magnússon -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins:Haukar - Fram Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Haukar eiga enn von um að bjarga sæti sínu í Pepsi-deild karla eftir 2-1 dramatískan sigur á Fram á Vodafone-vellinum í dag. Sigurmark leiksins kom á fjórðu mínútu uppbótartímans er varamaðurinn Hilmar Trausti Arnarsson skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið höfðu sótt nokkuð stíft lokamínútur leiksins og freistuðu þess að klófesta öll stigin þrjú sem í boði voru. Haukar tefldu nokkuð djarft á lokamínútum leiksins og það borgaði sig í þetta skiptið. Loksins voru lukkudísirnar á þeirra bandi en það er þó enn langt í land fyrir þá rauðklæddu. Þrátt fyrir stigin þrjú í kvöld eru Haukar enn þremur stigum á eftir Grindavík og fjórum á eftir Fylki. Það þýðir að Haukum mun líklegast ekki duga sigur gegn Fylki á sunnudag þegar liðin mætast til að bjarga sæti sínu í deildinni. Þeir þurfa að treysta á að úrslit annarra leikja í síðustu tveimur umferðunum verði þeim hagstæð. Leikurinn í kvöld var afar lengi að komast almennilega í gang og gerðist í raun ekkert markvert í fyrri hálfleik. Framarar komu miklu beittari í síðari hálfleikinn og uppskáru mark á 53. mínútu. Ívar Björnsson var þar að verki eftir að hafa fylgt eftir eigin skalla sem hafnaði í stönginni eftir laglegan undirbúning Sam Tillern. Eftir þetta róðist leikurinn nokkuð og Haukar unnu sig betur inn í leikinn. Það gerðist þó ekki mikið hjá þeim fyrr en þeir fengu vítaspyrnu þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. Hún var dæmd eftir að Guðjón Pétur Lýðsson skaut boltanum í hendi varamannsins Jóns Orra Ólafssonar. Arnar Gunnlaugsson skoraði örugglega úr henni. Sem fyrr segir voru síðustu mínútur leiksins afar fjörlegar. Bæði lið sóttu stíft og þegar vel var liðið á uppbótartímann komst Magnús Björgvinsson, varamaður Hauka, í gott skotfæri eftir undirbúning Úlfars Hrafns Pálssonar. Skot hans var bjargað í horn en upp úr því skoraði Hilmar Trausti sigurmarkið dýrmæta. Hvort þetta mark eigi eftir að verða til þess að Haukar haldi áfram á þessari braut og komi sér upp úr fallsæti áður en mótinu lýkur verður að koma í ljós. Líklegt er þó að þeir verði að spila nokkuð betur en þeir gerðu lengst af í kvöld til að svo verði.Haukar - Fram 2-1 0-1 Ívar Björnsson (53.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson, víti (71.) 2-1 Hilmar Trausti Arnarsson (94.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 402. Dómari: Valgeir Valgeirsson (6) Skot (á mark): 8-14 (3-4)Varin skot: Daði 3 - Hannes 1Horn: 4-7Aukaspyrnur fengnar: 13-12Rangstöður: 2-1Haukar (4-3-3): Daði Lárusson 7 - maður leiksins Grétar Atli Grétarsson 6 Daníel Einarsson 5 Jamie McCunnie 7 Kristján Ómar Björnsson 5 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Arnar Gunnlaugsson 6 Hilmar Geir Eiðsson 4 (86. Hilmar Trausti Arnarsson -) Úlfar Hrafn Pálsson 7 Hilmar Rafn Emilsson 4 (66. Magnús Björgvinsson 5)Fram (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 6 (86. Hlynur Atli Magnússon -) Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 7 Tómas Leifsson 3 (65. Jón Orri Ólafsson 4) Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Joe Tillen 7 Almarr Ormarsson 4 Ívar Björnsson 5 (86. Guðmundur Magnússon -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins:Haukar - Fram
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki