Enski boltinn

Crouch afar ánægður með Van der Vaart

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Framherjinn stóri hjá Tottenham, Peter Crouch, er afar ánægður með komu Hollendingsins Rafael van der Vaart til félagsins og segir að leikmaðurinn geti lyft félaginu enn hærra.

Hollendingurinn átti fínan leik gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni og menn búast við miklu af honum í vetur.

"Rafael er í sérstökum gæðaflokki. Ég myndi segja að hann væri líkari Luka Modric en Wayne Rooney. Hann er leikmaður sem býr eitthvað til úr engu. Það að hann hafi ákveðið að koma til okkar segir ýmislegt um metnað félagsins," sagði Crouch.

"Hann er að koma frá Real Madrid og var klárlega með marga valmöguleika. Þetta er hress strákur sem fellur vel inn í hópinn. Hann er strax orðinn einn af hópnum.

"Nú eigum við tvo menn sem geta búið til eitthvað úr engu. Hann og Modric eiga eftir að verða frábærir. Við erum komnir með lið sem getur unnið hvaða lið sem er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×