Íslenski boltinn

Guðjón: Ekki nógu góðir í úrslitaleikjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

KR-ingurinn Guðjón Baldvinsson var svekktur eftir tap síns liðs gegn Blikum í kvöld. Guðjón átti fínan leik, barðist eins og ljón og hefði hæglega getað bætt við mörkum.

"Þetta var gríðarlega svekkjandi. Nú er þetta búið. Við erum greinilega ekki nógu sterkir í úrslitaleikjunum," sagði Guðjón sem hefði viljað sjá Elfar Freyr Helgason fjúka af velli eftir aðeins 20 sekúndna leik er Blikinn reif hann niður.

"Hann átti að fá rautt spjald. Hann togaði mig niður. Jóhannes þorði ekki að dæma á þetta. Svo hefðum við getað fengið víti er boltinn fór í hönd eins Blikans. Það hefur verið dæmt víti á okkur fyrir það sama og af hverju getum við ekki líka fengið víti? Þetta er allt dýrkeypt.

"Menn eru mjög svekktir að hafa ekki staðið undir pressunni í svona úrslitaleik. Því miður klúðrum við því enn einu sinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×