Enski boltinn

Man. Utd að hafa betur gegn Barca í baráttunni um Ninis

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ninis í leik með Grikkjum á HM.
Ninis í leik með Grikkjum á HM.

Man. Utd og Barcelona berjast hatrammlega um að tryggja sér þjónustu gríska miðjumannsins, Sotiris Ninis, sem spilar með Panathinaikos.

Hinn tvítugi Ninis kom af bekknum í 5-1 tapi liðsins gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Ninis er falur fyrir 9,5 milljónir evra og United er sagt ætla að kaupa hann við fyrsta tækifæri.

Barcelona vill einnig fá leikmanninn en hefur viðurkennt að miðjumaðurinn vilji frekar fara til United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×