Umfjöllun: Meistarataktur FH kom í leitirnar í seinni hálfleik Elvar Geir Magnússon skrifar 16. september 2010 16:15 Ólafur Páll Snorrason fagnar marki sínu í kvöld sem var þriðja mark FH. Mynd/Valli Íslandsmeistarar FH voru lengi að finna taktinn í Garðabænum í kvöld og lentu undir í fyrri hálfleik. Staðan var jöfn í hálfleik en í seinni hálfleiknum fundu Hafnfirðingar taktinn og kláruðu leikinn sannfærandi 4-1. Það má segja að fyrri hálfleikur FH hafi verið sjálfstætt framhald af síðasta leik liðsins þegar það rétt marði Selfyssinga. Pétur Viðarsson braut kjánalega af sér snemma leiks og Halldór Orri Björnsson skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var. Stjörnumenn skelltu sér í sleðaferð í fagninu fyrir framan myndavélar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar sem er að vinna að þætti um skemmtileg fögn Garðabæjarliðsins. Sóknaraðgerðir FH-inga framan af voru ekki upp á marga fiska og hefur þar líklega spilað inn í hve lengi þeir voru að venjast gervigrasinu umtalaða. Björn Daníel Sverrisson jafnaði metin úr einum af sárafáum vitrænum sóknaraðgerðum Hafnarfjarðarliðsins. En í seinni hálfleiknum komust FH-ingar á skrið og meistarataktarnir fóru að sjást á ný. Matthías Vilhjálmsson kom þeim yfir með skallamarki eftir skemmtilega hælspyrnu Björns Daníels, sem þó var smá heppnislykt af. Eftir þetta mark náði FH völdunum. Björn Daníel átti frábæran leik í kvöld og kórónaði sína frammistöðu með glæsilegri stungusendingu á Ólaf Pál Snorrason sem kom FH í 3-1 og úrslitin voru ráðin. Atli Guðnason hefur haft hægt um sig í markaskorun en hann minnti á sig örstuttu síðar og FH vann 4-1 sigur. Algjörlega verðskuldaður sigur en lokatölurnar gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. FH-ingar refsuðu Stjörnumönnum þegar þeir þurftu að færa sig framar á völlinn. Flottar sóknir sáust en auk Björns Daníels stóð varnarmaðurinn Freyr Bjarnason upp úr í þeirra liði en hann hefur verið gríðarlega öflugur eftir að hafa snúið til baka eftir meiðsli. FH er tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar tvær umferðir eru eftir. Fimleikafélagið þarf að vinna þá tvo leiki sem það á eftir (gegn Keflavík og Fram) og treyst á að liðin fyrir ofan misstígi sig. Stjarnan - FH 1-4 1-0 Halldór Orri Björnsson (víti 13.) 1-1 Björn Daníel Sverrisson (35.) 1-2 Matthías Vilhjálmsson (61.) 1-3 Ólafur Páll Snorrason (82.) 1-4 Atli Guðnason (83.) Áhorfendur: 747Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-13 (6-7) Varin skot: Bjarni 3 - Gunnleifur 4 Horn: 3-3 Aukaspyrnur fengnar : 13-11 Rangstöður: 2-4 Stjarnan 4-5-1: Bjarni Þórður Halldórsson 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (71. Birgir Hrafn Birgisson -) Daníel Laxdal 6 Hilmar Þór Hilmarsson 3 Atli Jóhannsson 6 Björn Pálsson 6 Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 5 Arnar Már Björgvinsson 6 Ólafur Karl Finsen 7 FH 4-3-3:Gunnleifur Gunnleifsson 7 Pétur Viðarsson 4 Freyr Bjarnason 8 Tommy Nielsen 6 (84. Helgi Valur Pálsson -) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Björn Daníel Sverrisson 8* - Maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 6 (87. Gunnar Már Guðmundsson -) Matthías Vilhjálmsson 7 Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 5 (75. Gunnar Kristjánsson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Íslandsmeistarar FH voru lengi að finna taktinn í Garðabænum í kvöld og lentu undir í fyrri hálfleik. Staðan var jöfn í hálfleik en í seinni hálfleiknum fundu Hafnfirðingar taktinn og kláruðu leikinn sannfærandi 4-1. Það má segja að fyrri hálfleikur FH hafi verið sjálfstætt framhald af síðasta leik liðsins þegar það rétt marði Selfyssinga. Pétur Viðarsson braut kjánalega af sér snemma leiks og Halldór Orri Björnsson skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var. Stjörnumenn skelltu sér í sleðaferð í fagninu fyrir framan myndavélar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar sem er að vinna að þætti um skemmtileg fögn Garðabæjarliðsins. Sóknaraðgerðir FH-inga framan af voru ekki upp á marga fiska og hefur þar líklega spilað inn í hve lengi þeir voru að venjast gervigrasinu umtalaða. Björn Daníel Sverrisson jafnaði metin úr einum af sárafáum vitrænum sóknaraðgerðum Hafnarfjarðarliðsins. En í seinni hálfleiknum komust FH-ingar á skrið og meistarataktarnir fóru að sjást á ný. Matthías Vilhjálmsson kom þeim yfir með skallamarki eftir skemmtilega hælspyrnu Björns Daníels, sem þó var smá heppnislykt af. Eftir þetta mark náði FH völdunum. Björn Daníel átti frábæran leik í kvöld og kórónaði sína frammistöðu með glæsilegri stungusendingu á Ólaf Pál Snorrason sem kom FH í 3-1 og úrslitin voru ráðin. Atli Guðnason hefur haft hægt um sig í markaskorun en hann minnti á sig örstuttu síðar og FH vann 4-1 sigur. Algjörlega verðskuldaður sigur en lokatölurnar gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. FH-ingar refsuðu Stjörnumönnum þegar þeir þurftu að færa sig framar á völlinn. Flottar sóknir sáust en auk Björns Daníels stóð varnarmaðurinn Freyr Bjarnason upp úr í þeirra liði en hann hefur verið gríðarlega öflugur eftir að hafa snúið til baka eftir meiðsli. FH er tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar tvær umferðir eru eftir. Fimleikafélagið þarf að vinna þá tvo leiki sem það á eftir (gegn Keflavík og Fram) og treyst á að liðin fyrir ofan misstígi sig. Stjarnan - FH 1-4 1-0 Halldór Orri Björnsson (víti 13.) 1-1 Björn Daníel Sverrisson (35.) 1-2 Matthías Vilhjálmsson (61.) 1-3 Ólafur Páll Snorrason (82.) 1-4 Atli Guðnason (83.) Áhorfendur: 747Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-13 (6-7) Varin skot: Bjarni 3 - Gunnleifur 4 Horn: 3-3 Aukaspyrnur fengnar : 13-11 Rangstöður: 2-4 Stjarnan 4-5-1: Bjarni Þórður Halldórsson 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (71. Birgir Hrafn Birgisson -) Daníel Laxdal 6 Hilmar Þór Hilmarsson 3 Atli Jóhannsson 6 Björn Pálsson 6 Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 5 Arnar Már Björgvinsson 6 Ólafur Karl Finsen 7 FH 4-3-3:Gunnleifur Gunnleifsson 7 Pétur Viðarsson 4 Freyr Bjarnason 8 Tommy Nielsen 6 (84. Helgi Valur Pálsson -) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Björn Daníel Sverrisson 8* - Maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 6 (87. Gunnar Már Guðmundsson -) Matthías Vilhjálmsson 7 Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 5 (75. Gunnar Kristjánsson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira