Enski boltinn

Rooney þarf að biðja tengdaforeldrana afsökunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne og Coleen Rooney eru byrjuð að búa saman aftur en það ku eitthvað vera í land að fullar sáttir náist milli parsins út af framhjáhaldi Waynes með vændiskonum.

Coleen hefur núna farið fram á að Wayne biðji foreldra hennar afsökunar á framferði sínu. Tengdaforeldrar hans eru allt annað en sáttir og Coleen krefst þess að hann nái að semja frið við þau.

Wayne vildi fyrst tala við þau í síma en Coleen tók það ekki í mál. Wayne þarf að mæta til þeirra og horfa í augun á þeim.

Það eru því erfiðir dagar fram undan hjá framherjanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×