Enski boltinn

Houllier vill fá Owen til Villa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Gerard Houllier, hinn nýráðni stjóri Aston Villa, hefur lýst yfir áhuga á því að fá framherjann Michael Owen til félagsins.

Houllier og Owen unnu saman hjá Liverpool á sínum tíma og leikmaðurinn alltaf verið í uppáhaldi hjá stjóranum.

"Mér líkar vel við Owen, bæði sem leikmann og persónu. Ég sá Owen spila í góðgerðarleiknum fyrir Jamie Carragher og hann hefur enn lappirnar til þess að standa sig," sagði Houllier.

Ekki er ólíklegt að Owen væri til í að skipta um félag enda situr hann aðallega á bekknum hjá Man. Utd.

"Eina sem leikmenn geta gert er að leggja sig alla fram og vera tilbúnir er stjórinn kallar á þá. Hljómar auðvelt en er það ekki alltaf."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×