Umfjöllun: Fylkismenn í góðri stöðu Ari Erlingsson skrifar 16. september 2010 16:15 Fylkir tók á móti Grindvíkingum í 19. umferð Pepsídeildar karla nú síðdegis. Mikið var undir og ljóst var að hart yrði barist enda fallbaráttan allsráðandi hjá báðum liðum. Það fór svo að lokum að Fylkir stóð uppi sem sigurvegari í leik sem seint fer í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Fyrstu 45 mínútur leiksins voru hreint út sagt hrútleiðinlegar og nánast sóun á súrefni fyrir þá sem á horfðu. Blaðamanni er það til efs að jafn tíðindalítill fyrri hálfleikur hafi verið spilaður hér á landi í sumar. Síðari hálfleikur var sköminni skárri hvað tíðindi varðar og voru það Grindvíkingar sem létu meira á sér bera framan af. Matthías Friðriksson átti skot sem smaug rétt framhjá stönginni, Gilles Ondo slapp einn inn fyrir vörn Fylkismanna en skaut himinhátt yfir og Óli Baldur Bjarnason átti glæsilegt skot á lofti sem Fjalar í markinu varði með stórkostlegum tilþrifum. Það voru hinsvegar Fylkismenn sem kláruðu leikinn á nokkrum andartökum þegar skammt lifði leiks. Þegar leikklukkan sýndi 80 mínútur tók Kjartan Ágúst Breiðdal hornspyrnu sem Davíð Ásbjörnsson stangaði í netið, hans fyrsta mark í efstu deild að veruleika. Fylkismenn í stúkunni voru enn að fagna marki Davíðs þegar boltinn barst til Ingimundar Óskarssonar inn í vítateig Grindvíkinga. Ingimundur sýndi klókindi er hann hristi af sér varnarmann, sólaði Óskar í markinu og lagði knöttinn í netið. Staðan skyndilega orðin 2-0 og Fylkismenn í stúkunni tóku við sér. Augnabliks einbeitingarleysi Grindvíkinga kostaði þá sigurinn og það sem eftir lifði leiks vörðust Fylkismenn vel og sigur þeirra því aldrei í hættu. Með sigrinum hífðu Fylkismenn sig upp fyrir Grindavík í 9. sætið, eru komnir með 21 stig á meðan Grindavík situr í 10 sæti með 20 stig.Fylkir - Grindavík 2-0 1-0 Davíð Ásbjörnsson (80.) 2-0 Ingimundur Níels Óskarsson (81.) Áhorfendur: 769Dómari: Kristinn Jakobsson 8Skot (á mark): 10-10 (7-3)Varin skot: Fjalar 3 - Óskar 5Horn: 5-4Aukaspyrnur fengnar: 8-13Rangstöður: 2-5Fylkir (4-5-1): Fjalar Þorgeirsson 7 - maður leiksins Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Davíð Þór Ásbjörnsson 7 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ingimundur Níels Óskarsson 6 Andrés Már Jóhannesson 4 (65. Valur Fannar Gíslason -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Andri Már Hermannsson 7 (82. Kristján Valdimarsson -) Jóhann Þórhallsson 5 Albert Brynjar Ingason 4 (92. Ólafur Ingi Stígsson -)Grindavík (4-4-2): Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Matthías Örn Friðriksson 7 (85. Ray Anthony Jónsson -) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Jóhann Helgason 5 Óli Baldur Bjarnason 6 (85. Grétar Ólafur Hjartarsson -) Orri Freyr Hjaltalín 5 Gilles Mbang Ondo 4 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Fylkir tók á móti Grindvíkingum í 19. umferð Pepsídeildar karla nú síðdegis. Mikið var undir og ljóst var að hart yrði barist enda fallbaráttan allsráðandi hjá báðum liðum. Það fór svo að lokum að Fylkir stóð uppi sem sigurvegari í leik sem seint fer í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Fyrstu 45 mínútur leiksins voru hreint út sagt hrútleiðinlegar og nánast sóun á súrefni fyrir þá sem á horfðu. Blaðamanni er það til efs að jafn tíðindalítill fyrri hálfleikur hafi verið spilaður hér á landi í sumar. Síðari hálfleikur var sköminni skárri hvað tíðindi varðar og voru það Grindvíkingar sem létu meira á sér bera framan af. Matthías Friðriksson átti skot sem smaug rétt framhjá stönginni, Gilles Ondo slapp einn inn fyrir vörn Fylkismanna en skaut himinhátt yfir og Óli Baldur Bjarnason átti glæsilegt skot á lofti sem Fjalar í markinu varði með stórkostlegum tilþrifum. Það voru hinsvegar Fylkismenn sem kláruðu leikinn á nokkrum andartökum þegar skammt lifði leiks. Þegar leikklukkan sýndi 80 mínútur tók Kjartan Ágúst Breiðdal hornspyrnu sem Davíð Ásbjörnsson stangaði í netið, hans fyrsta mark í efstu deild að veruleika. Fylkismenn í stúkunni voru enn að fagna marki Davíðs þegar boltinn barst til Ingimundar Óskarssonar inn í vítateig Grindvíkinga. Ingimundur sýndi klókindi er hann hristi af sér varnarmann, sólaði Óskar í markinu og lagði knöttinn í netið. Staðan skyndilega orðin 2-0 og Fylkismenn í stúkunni tóku við sér. Augnabliks einbeitingarleysi Grindvíkinga kostaði þá sigurinn og það sem eftir lifði leiks vörðust Fylkismenn vel og sigur þeirra því aldrei í hættu. Með sigrinum hífðu Fylkismenn sig upp fyrir Grindavík í 9. sætið, eru komnir með 21 stig á meðan Grindavík situr í 10 sæti með 20 stig.Fylkir - Grindavík 2-0 1-0 Davíð Ásbjörnsson (80.) 2-0 Ingimundur Níels Óskarsson (81.) Áhorfendur: 769Dómari: Kristinn Jakobsson 8Skot (á mark): 10-10 (7-3)Varin skot: Fjalar 3 - Óskar 5Horn: 5-4Aukaspyrnur fengnar: 8-13Rangstöður: 2-5Fylkir (4-5-1): Fjalar Þorgeirsson 7 - maður leiksins Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Davíð Þór Ásbjörnsson 7 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ingimundur Níels Óskarsson 6 Andrés Már Jóhannesson 4 (65. Valur Fannar Gíslason -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Andri Már Hermannsson 7 (82. Kristján Valdimarsson -) Jóhann Þórhallsson 5 Albert Brynjar Ingason 4 (92. Ólafur Ingi Stígsson -)Grindavík (4-4-2): Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Matthías Örn Friðriksson 7 (85. Ray Anthony Jónsson -) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Jóhann Helgason 5 Óli Baldur Bjarnason 6 (85. Grétar Ólafur Hjartarsson -) Orri Freyr Hjaltalín 5 Gilles Mbang Ondo 4 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira