Umfjöllun: Fylkismenn í góðri stöðu Ari Erlingsson skrifar 16. september 2010 16:15 Fylkir tók á móti Grindvíkingum í 19. umferð Pepsídeildar karla nú síðdegis. Mikið var undir og ljóst var að hart yrði barist enda fallbaráttan allsráðandi hjá báðum liðum. Það fór svo að lokum að Fylkir stóð uppi sem sigurvegari í leik sem seint fer í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Fyrstu 45 mínútur leiksins voru hreint út sagt hrútleiðinlegar og nánast sóun á súrefni fyrir þá sem á horfðu. Blaðamanni er það til efs að jafn tíðindalítill fyrri hálfleikur hafi verið spilaður hér á landi í sumar. Síðari hálfleikur var sköminni skárri hvað tíðindi varðar og voru það Grindvíkingar sem létu meira á sér bera framan af. Matthías Friðriksson átti skot sem smaug rétt framhjá stönginni, Gilles Ondo slapp einn inn fyrir vörn Fylkismanna en skaut himinhátt yfir og Óli Baldur Bjarnason átti glæsilegt skot á lofti sem Fjalar í markinu varði með stórkostlegum tilþrifum. Það voru hinsvegar Fylkismenn sem kláruðu leikinn á nokkrum andartökum þegar skammt lifði leiks. Þegar leikklukkan sýndi 80 mínútur tók Kjartan Ágúst Breiðdal hornspyrnu sem Davíð Ásbjörnsson stangaði í netið, hans fyrsta mark í efstu deild að veruleika. Fylkismenn í stúkunni voru enn að fagna marki Davíðs þegar boltinn barst til Ingimundar Óskarssonar inn í vítateig Grindvíkinga. Ingimundur sýndi klókindi er hann hristi af sér varnarmann, sólaði Óskar í markinu og lagði knöttinn í netið. Staðan skyndilega orðin 2-0 og Fylkismenn í stúkunni tóku við sér. Augnabliks einbeitingarleysi Grindvíkinga kostaði þá sigurinn og það sem eftir lifði leiks vörðust Fylkismenn vel og sigur þeirra því aldrei í hættu. Með sigrinum hífðu Fylkismenn sig upp fyrir Grindavík í 9. sætið, eru komnir með 21 stig á meðan Grindavík situr í 10 sæti með 20 stig.Fylkir - Grindavík 2-0 1-0 Davíð Ásbjörnsson (80.) 2-0 Ingimundur Níels Óskarsson (81.) Áhorfendur: 769Dómari: Kristinn Jakobsson 8Skot (á mark): 10-10 (7-3)Varin skot: Fjalar 3 - Óskar 5Horn: 5-4Aukaspyrnur fengnar: 8-13Rangstöður: 2-5Fylkir (4-5-1): Fjalar Þorgeirsson 7 - maður leiksins Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Davíð Þór Ásbjörnsson 7 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ingimundur Níels Óskarsson 6 Andrés Már Jóhannesson 4 (65. Valur Fannar Gíslason -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Andri Már Hermannsson 7 (82. Kristján Valdimarsson -) Jóhann Þórhallsson 5 Albert Brynjar Ingason 4 (92. Ólafur Ingi Stígsson -)Grindavík (4-4-2): Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Matthías Örn Friðriksson 7 (85. Ray Anthony Jónsson -) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Jóhann Helgason 5 Óli Baldur Bjarnason 6 (85. Grétar Ólafur Hjartarsson -) Orri Freyr Hjaltalín 5 Gilles Mbang Ondo 4 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Fylkir tók á móti Grindvíkingum í 19. umferð Pepsídeildar karla nú síðdegis. Mikið var undir og ljóst var að hart yrði barist enda fallbaráttan allsráðandi hjá báðum liðum. Það fór svo að lokum að Fylkir stóð uppi sem sigurvegari í leik sem seint fer í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Fyrstu 45 mínútur leiksins voru hreint út sagt hrútleiðinlegar og nánast sóun á súrefni fyrir þá sem á horfðu. Blaðamanni er það til efs að jafn tíðindalítill fyrri hálfleikur hafi verið spilaður hér á landi í sumar. Síðari hálfleikur var sköminni skárri hvað tíðindi varðar og voru það Grindvíkingar sem létu meira á sér bera framan af. Matthías Friðriksson átti skot sem smaug rétt framhjá stönginni, Gilles Ondo slapp einn inn fyrir vörn Fylkismanna en skaut himinhátt yfir og Óli Baldur Bjarnason átti glæsilegt skot á lofti sem Fjalar í markinu varði með stórkostlegum tilþrifum. Það voru hinsvegar Fylkismenn sem kláruðu leikinn á nokkrum andartökum þegar skammt lifði leiks. Þegar leikklukkan sýndi 80 mínútur tók Kjartan Ágúst Breiðdal hornspyrnu sem Davíð Ásbjörnsson stangaði í netið, hans fyrsta mark í efstu deild að veruleika. Fylkismenn í stúkunni voru enn að fagna marki Davíðs þegar boltinn barst til Ingimundar Óskarssonar inn í vítateig Grindvíkinga. Ingimundur sýndi klókindi er hann hristi af sér varnarmann, sólaði Óskar í markinu og lagði knöttinn í netið. Staðan skyndilega orðin 2-0 og Fylkismenn í stúkunni tóku við sér. Augnabliks einbeitingarleysi Grindvíkinga kostaði þá sigurinn og það sem eftir lifði leiks vörðust Fylkismenn vel og sigur þeirra því aldrei í hættu. Með sigrinum hífðu Fylkismenn sig upp fyrir Grindavík í 9. sætið, eru komnir með 21 stig á meðan Grindavík situr í 10 sæti með 20 stig.Fylkir - Grindavík 2-0 1-0 Davíð Ásbjörnsson (80.) 2-0 Ingimundur Níels Óskarsson (81.) Áhorfendur: 769Dómari: Kristinn Jakobsson 8Skot (á mark): 10-10 (7-3)Varin skot: Fjalar 3 - Óskar 5Horn: 5-4Aukaspyrnur fengnar: 8-13Rangstöður: 2-5Fylkir (4-5-1): Fjalar Þorgeirsson 7 - maður leiksins Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Davíð Þór Ásbjörnsson 7 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ingimundur Níels Óskarsson 6 Andrés Már Jóhannesson 4 (65. Valur Fannar Gíslason -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Andri Már Hermannsson 7 (82. Kristján Valdimarsson -) Jóhann Þórhallsson 5 Albert Brynjar Ingason 4 (92. Ólafur Ingi Stígsson -)Grindavík (4-4-2): Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Matthías Örn Friðriksson 7 (85. Ray Anthony Jónsson -) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Jóhann Helgason 5 Óli Baldur Bjarnason 6 (85. Grétar Ólafur Hjartarsson -) Orri Freyr Hjaltalín 5 Gilles Mbang Ondo 4 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira