Umfjöllun: Fylkismenn í góðri stöðu Ari Erlingsson skrifar 16. september 2010 16:15 Fylkir tók á móti Grindvíkingum í 19. umferð Pepsídeildar karla nú síðdegis. Mikið var undir og ljóst var að hart yrði barist enda fallbaráttan allsráðandi hjá báðum liðum. Það fór svo að lokum að Fylkir stóð uppi sem sigurvegari í leik sem seint fer í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Fyrstu 45 mínútur leiksins voru hreint út sagt hrútleiðinlegar og nánast sóun á súrefni fyrir þá sem á horfðu. Blaðamanni er það til efs að jafn tíðindalítill fyrri hálfleikur hafi verið spilaður hér á landi í sumar. Síðari hálfleikur var sköminni skárri hvað tíðindi varðar og voru það Grindvíkingar sem létu meira á sér bera framan af. Matthías Friðriksson átti skot sem smaug rétt framhjá stönginni, Gilles Ondo slapp einn inn fyrir vörn Fylkismanna en skaut himinhátt yfir og Óli Baldur Bjarnason átti glæsilegt skot á lofti sem Fjalar í markinu varði með stórkostlegum tilþrifum. Það voru hinsvegar Fylkismenn sem kláruðu leikinn á nokkrum andartökum þegar skammt lifði leiks. Þegar leikklukkan sýndi 80 mínútur tók Kjartan Ágúst Breiðdal hornspyrnu sem Davíð Ásbjörnsson stangaði í netið, hans fyrsta mark í efstu deild að veruleika. Fylkismenn í stúkunni voru enn að fagna marki Davíðs þegar boltinn barst til Ingimundar Óskarssonar inn í vítateig Grindvíkinga. Ingimundur sýndi klókindi er hann hristi af sér varnarmann, sólaði Óskar í markinu og lagði knöttinn í netið. Staðan skyndilega orðin 2-0 og Fylkismenn í stúkunni tóku við sér. Augnabliks einbeitingarleysi Grindvíkinga kostaði þá sigurinn og það sem eftir lifði leiks vörðust Fylkismenn vel og sigur þeirra því aldrei í hættu. Með sigrinum hífðu Fylkismenn sig upp fyrir Grindavík í 9. sætið, eru komnir með 21 stig á meðan Grindavík situr í 10 sæti með 20 stig.Fylkir - Grindavík 2-0 1-0 Davíð Ásbjörnsson (80.) 2-0 Ingimundur Níels Óskarsson (81.) Áhorfendur: 769Dómari: Kristinn Jakobsson 8Skot (á mark): 10-10 (7-3)Varin skot: Fjalar 3 - Óskar 5Horn: 5-4Aukaspyrnur fengnar: 8-13Rangstöður: 2-5Fylkir (4-5-1): Fjalar Þorgeirsson 7 - maður leiksins Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Davíð Þór Ásbjörnsson 7 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ingimundur Níels Óskarsson 6 Andrés Már Jóhannesson 4 (65. Valur Fannar Gíslason -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Andri Már Hermannsson 7 (82. Kristján Valdimarsson -) Jóhann Þórhallsson 5 Albert Brynjar Ingason 4 (92. Ólafur Ingi Stígsson -)Grindavík (4-4-2): Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Matthías Örn Friðriksson 7 (85. Ray Anthony Jónsson -) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Jóhann Helgason 5 Óli Baldur Bjarnason 6 (85. Grétar Ólafur Hjartarsson -) Orri Freyr Hjaltalín 5 Gilles Mbang Ondo 4 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Fylkir tók á móti Grindvíkingum í 19. umferð Pepsídeildar karla nú síðdegis. Mikið var undir og ljóst var að hart yrði barist enda fallbaráttan allsráðandi hjá báðum liðum. Það fór svo að lokum að Fylkir stóð uppi sem sigurvegari í leik sem seint fer í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Fyrstu 45 mínútur leiksins voru hreint út sagt hrútleiðinlegar og nánast sóun á súrefni fyrir þá sem á horfðu. Blaðamanni er það til efs að jafn tíðindalítill fyrri hálfleikur hafi verið spilaður hér á landi í sumar. Síðari hálfleikur var sköminni skárri hvað tíðindi varðar og voru það Grindvíkingar sem létu meira á sér bera framan af. Matthías Friðriksson átti skot sem smaug rétt framhjá stönginni, Gilles Ondo slapp einn inn fyrir vörn Fylkismanna en skaut himinhátt yfir og Óli Baldur Bjarnason átti glæsilegt skot á lofti sem Fjalar í markinu varði með stórkostlegum tilþrifum. Það voru hinsvegar Fylkismenn sem kláruðu leikinn á nokkrum andartökum þegar skammt lifði leiks. Þegar leikklukkan sýndi 80 mínútur tók Kjartan Ágúst Breiðdal hornspyrnu sem Davíð Ásbjörnsson stangaði í netið, hans fyrsta mark í efstu deild að veruleika. Fylkismenn í stúkunni voru enn að fagna marki Davíðs þegar boltinn barst til Ingimundar Óskarssonar inn í vítateig Grindvíkinga. Ingimundur sýndi klókindi er hann hristi af sér varnarmann, sólaði Óskar í markinu og lagði knöttinn í netið. Staðan skyndilega orðin 2-0 og Fylkismenn í stúkunni tóku við sér. Augnabliks einbeitingarleysi Grindvíkinga kostaði þá sigurinn og það sem eftir lifði leiks vörðust Fylkismenn vel og sigur þeirra því aldrei í hættu. Með sigrinum hífðu Fylkismenn sig upp fyrir Grindavík í 9. sætið, eru komnir með 21 stig á meðan Grindavík situr í 10 sæti með 20 stig.Fylkir - Grindavík 2-0 1-0 Davíð Ásbjörnsson (80.) 2-0 Ingimundur Níels Óskarsson (81.) Áhorfendur: 769Dómari: Kristinn Jakobsson 8Skot (á mark): 10-10 (7-3)Varin skot: Fjalar 3 - Óskar 5Horn: 5-4Aukaspyrnur fengnar: 8-13Rangstöður: 2-5Fylkir (4-5-1): Fjalar Þorgeirsson 7 - maður leiksins Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Davíð Þór Ásbjörnsson 7 Þórir Hannesson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Ingimundur Níels Óskarsson 6 Andrés Már Jóhannesson 4 (65. Valur Fannar Gíslason -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Andri Már Hermannsson 7 (82. Kristján Valdimarsson -) Jóhann Þórhallsson 5 Albert Brynjar Ingason 4 (92. Ólafur Ingi Stígsson -)Grindavík (4-4-2): Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 6 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Matthías Örn Friðriksson 7 (85. Ray Anthony Jónsson -) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Jóhann Helgason 5 Óli Baldur Bjarnason 6 (85. Grétar Ólafur Hjartarsson -) Orri Freyr Hjaltalín 5 Gilles Mbang Ondo 4 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira