Fleiri fréttir Margrét Lára fer til Vals Margrét Lára Viðarsdóttir mun samkvæmt heimildum fréttastofu skrifa undir tveggja ára samning við Val nú síðdegis. Margrét Lára hefur leikið með Valsstúlkum síðustu tvö sumur og þekkir því vel til aðstæðna á Hlíðarenda. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill liðsstyrkur Margrét Lára er fyrir Val, en hún var langbesti leikmaður Landsbankadeildar kvenna á síðustu leiktíð. 9.2.2007 12:19 Beckham verður með Real á morgun David Beckham hefur verið kallaður aftur inn í leikmannahóp Real Madrid fyrir leikinn gegn Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Gengi Real hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og hefur þjálfarinn Fabio Capello nú látið undan gríðarlegum þrýstingi um að gefa Beckham tækifæri á ný. 9.2.2007 12:08 Fimm sigrar í röð hjá Pistons Þrír leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöld. Detroit Pistons sigraði Los Angeles Lakers 93-78 en þetta var fimmti sigurleikur Pistons í röð. 9.2.2007 10:20 QPR: Leikmenn hugsanlega reknir fyrir slagsmál Gianni Paladini, stjórnarformaður QPR á Englandi, segir að vel komi til greina að reka leikmenn frá félaginu eftir að þeir lentu í hörkuslagsmálum við U-23 ára landslið Kína í æfingaleik á æfingasvæði enska félagsins í gærkvöld. Einn kínversku leikmannanna var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir átökin. 8.2.2007 19:27 Njarðvíkingar sigruðu í grannaslagnum Fjórir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Njarðvíkur eru enn á toppnum eftir góðan sigur á grönnum sínum í Grindavík 98-94 eftir framlengdan leik, en þetta var níundi sigur liðsins í röð. Keflavík lagði Þór Þorlákshöfn 86-74, Snæfell burstaði ÍR 95-72 og Hamar vann góðan útisigur á Tindastól 94-83. 8.2.2007 21:39 Grannliðin í Liverpool sektuð Knattspyrnufélögin Liverpool og Everton hafa verið sektuð um 10 þúsund pund og gefin hörð viðvörun vegna slagsmála sem brutust út í haust þegar varalið félaganna áttust við. Nokkrum leikmönnum var þá vísað af velli eftir að slagsmál brutust út þegar Jerzy Dudek markverði Liverpool var sýnt rauða spjaldið. Liverpool var sektað aukalega vegna óláta leikmanna liðsins. 8.2.2007 19:09 Sex leikvangar opnir fyrir áhorfendur um helgina Nú stefnir í að aðeins sex af þeim tíu viðureignum sem fyrirhugaðar eru í ítölsku A-deildinni um helgina verði fyrir framan áhorfendur, en í dag var birtur listi yfir heimavelli sem standast nýjar og hertar öryggiskröfur. Þetta eru leikvangar í Róm, Genoa, Siena, Cagliari, Tórínó og Palermo á Sikiley. 8.2.2007 16:57 Van der Sar verður frá í tvær vikur Hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar hjá Manchester United verður frá keppni í tvær vikur í viðbót vegna nefbrotsins í leiknum gegn Tottenham um síðustu helgi. Félagið tilkynnti þetta í dag, en það verður Pólverjinn ungi Tomasz Kuszczak sem tekur stöðu hans í markinu á meðan. 8.2.2007 16:45 Riquelme lánaður til heimalandsins Forseti Boca Juniors í Argentínu segir að félagið sé búið að gera fjögurra mánaða lánssamning við leikstjórnandann Juan Roman Riquelme hjá Villarreal og muni greiða spænska félaginu hátt í tvær milljónir evra fyrir. Riquelme hefur verið úti í kuldanum hjá Villarreal á leiktíðinni eftir deilur við þjálfara sinn. 8.2.2007 16:30 Martins stakk af til að sinna veikri móður sinni Glenn Roeder, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur farið þess á leit við þjálfara nígeríska landsliðsins að hann sýni framherjanum Obafemi Martins skilning eftir að hann skrópaði í landsleik Nígeríu og Gana í fyrrakvöld. Martins flaug heim til Nígeríu til að sækja veika móður sína, en landsliðsþjálfarinn varð æfur og sagðist ætla að setja Martins í bann fyrir að vanvirða landslið sitt. 8.2.2007 15:45 Ferguson ætlar að gefa ungliðunum tækifæri á næsta ári Sir Alex Ferguson segist vera mjög ánægður með efnilegan hóp ungliða hjá félaginu og hefur látið í það skína að hann muni gefa fjölda þeirra tækifæri með aðalliðinu á næstu leiktíð. Frábær árangur United síðustu árin er einmitt að miklum hluta byggður á ungliðum félagsins sem kallaðir voru ´92 árgangurinn. 8.2.2007 15:14 Arteta vill fara aftur til Spánar Miðjumaðurinn Mikel Arteta hjá Everton segir að hann hafi fullan hug á því að fara aftur til Spánar að spila, en segist þó ánægður í herbúðum enska liðsins. "Ég væri til í að fara aftur þangað, en ef félög hafa áhuga á mér, verða þau að ræða við Everton fyrst," sagði Arteta, sem hefur mikið verið orðaður við félög eins og Atletico Madrid undanfarið. 8.2.2007 15:10 Enska landsliðið fær lélega dóma Enskir fjölmiðlar eru skiljanlega ekki mjög hrifnir af frammistöðu enska landsliðsins í tapinu gegn Spánverjum í gær og í einkunnagjöfum eru það einna helst Jonathan Woodgate og markvörðurinn Ben Foster sem sleppa við öxina. 8.2.2007 14:52 Real og Barcelona ríkustu félögin Real Madrid er komið aftur í efsta sæti yfir ríkustu knattspyrnufélög Evrópu og erkifjendurnir Barcelona sitja í öðru sætinu. Þetta er niðurstaða ítarlegrar könnunar sem gerð hefur verið og sýnir 20 ríkustu félagslið í Evrópu. 8.2.2007 14:27 Lehmann á förum frá Arsenal? Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal hefur látið í það skína að hann verði ekki mikið lengur í herbúðum liðsins. Í samtali við Kicker í dag sagðist Lehmann ekki sáttur við stefnu Arsenal að bjóða leikmönnum yfir þrítugt aðeins eins árs samninga. 8.2.2007 14:22 Barcelona neitar að hafa rangt við Spænska liðið Barcelona neitar því að hafa aðhafst eitthvað ólöglegt og rætt við umboðsmann Portúgalans Cristianos Ronaldo, leikmanns Manchester United, um framtíð hans í vikunni. 8.2.2007 12:06 Sautján ára piltur yfirheyrður vegna dauða lögreglumanns Lögreglan á Sikiley greindi í dag frá því að yfirheyrslur stæðu nú yfir 17 ára pilti sem grunaður er um að vera valdur að dauða lögreglumanns í átökum tengdum viðureign sikileysku liðanna Catania og Palermo á föstudaginn var. 8.2.2007 11:20 Fær Milan að leika á San Siro í Meistardeildinni? Það ræðst í dag hvort AC Milan fær að leika heimaleik sinn í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn skoska liðinu Celtic á Giuseppe Meazza vellinum í Mílanó en hann uppfyllir ekki kröfur ítalska knattspyrnusambandsins um öryggi áhorfenda. Hugsanlegt er að leikurinn verði fluttur á hlutlausan völl í Frakklandi eða Sviss. 8.2.2007 11:02 Fjör á opinni MX æfingu Nitro Mikið fjör var á opinni MX æfingu Nitro um síðustu helgi. Um 50 manns tóku þátt og áttu frábæran dag. Haukur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Nitro, var hæstánægður með daginn og sagði aðspurður að góð þátttaka og frábær stemning væri hvatning til að halda fleiri slíkar æfingar. Fjöldi fólks hefði óskað eftir fleiri skipulögðum æfingum og stefnir Nitro á að halda fleiri slíkar æfingar í vetur. Þær halda hjólafólki betur saman, draga úr akstri á viðkvæmum svæðum og eru umfram allt stórskemmtilegar. 8.2.2007 10:58 Ætlar að veita stjörnum yfirhalningu Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, segist munu ræða við helstu stjörnur enska liðsins eftir að það lá fyrir Spánverjum í vináttulandsleik í Englandi í gær, 0-1. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem liðinu tekst ekki að sigra en það hefur farið heldur illa af stað í undankeppni Evrópumóts landsliða. 8.2.2007 10:22 Landis ver ekki titilinn Floyd Landis sem sigraði í Frakklandshjólreiðunum á síðasta ári hefur tilkynnt að hann ætli ekki að taka þátt í næstu keppni. Landis var sakaður um að hafa notað árangursbætandi lyf í keppninni síðast og lyfjaprófanir voru allar á þann veg. 8.2.2007 09:58 Bosh hafði betur gegn Howard í frábæru einvígi Toronto Raptors er heldur betur á góðu skriði í NBA deildinni þessa dagana og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð og þann níunda af síðustu ellefu þegar liðið skellti Orlando Magic 113-103. Stjörnuleikmennirnir Dwight Howard og Chris Bosh háðu mikið einvígi í leiknum og fóru báðir á kostum. 8.2.2007 03:50 McClaren: Sóknarleikurinn daufur Steve McClaren sagðist ekki hissa á því að áhorfendur á Old Trafford hefðu baulað á enska landsliðið þegar það gekk af velli eftir 1-0 tap gegn Spánverjum í gærkvöldi. Hann var nokkuð ánægður með frammistöðu nýju mannanna í enska hópnum, en sagði að bitleysi í sóknarleiknum hefði orðið sínum mönnum að falli. 8.2.2007 01:15 Þjóðverjar lögðu Svisslendinga - Ballack meiddist Þjóðverjar lögðu Svisslendinga nokkuð sannfærandi 3-1 í vináttuleik þjóðanna í Dusseldorf í gærkvöld þar sem heimamenn réðu ferðinni frá upphafi til enda. Michael Ballack þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik eftir að hafa tognað á læri, en þó nokkur broddur færi úr sóknarleik Þjóðverja eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 8.2.2007 00:46 KTM ísland í Englandi Nú er að færast ferðahugur í íslenska motocross ökumenn og er KTM Racing team Íslands að halda til Wheeldon farm í suðvestur hluta Englands,en þar er meðal annars að finna innanhús braut sem liðið hefur sótt í undanfarinn ár. 7.2.2007 23:11 San Marino svaraði Roy Keane Leikmenn San Marino hafa eflaust heyrt hvað Roy Keane sagði um lið þeirra í dag því þeir reyndust Írum erfiður ljár í þúfu í undankeppni EM og töpuðu naumlega 2-1 á heimavelli sínum, þar sem írska liðið stal sigrinum með marki þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 7.2.2007 22:43 Spánverjar lögðu slaka Englendinga Spánverjar unnu verðskuldaðan sigur á slöku liði Englendinga í vináttuleik í knattspyrnu á Old Trafford í kvöld. Það var varamaðurinn Andres Iniesta frá Barcelona sem skoraði sigurmark spænskra á 63. mínútu og færði Steve McClaren fyrsta tap sitt á heimavelli síðan hann tók við enska liðinu í sumar. 7.2.2007 22:32 Mikil ólga á Ítalíu í kjölfar lokunar leikvanga Eins og fram hefur komið í fréttum í dag verður mikill fjöldi leikja í ítalska boltanum á næstunni spilaður fyrir luktum dyrum eftir að öryggisreglur voru hertar gríðarlega á Ítalíu í dag. Kostnaðurinn við hvern dag sem leikjum er frestað er talinn vera um 15 milljónir evra. 7.2.2007 20:30 Washington - San Antonio í beinni á miðnætti Leikur Washington Wizards og San Antonio Spurs verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu á miðnætti í kvöld. Þar gefst NBA áhugamönnum tækifæri til að sjá einn litríkasta og besta leikmann deildarinnar Gilbert Arenas leika listir sínar. 7.2.2007 20:20 Kristjáni meinað að tjá sig um mengunina Þjálfari knattspyrnuliðs Keflavíkur leitaði sér læknisaðstoðar eftir að hafa fengið sýkingu í augu vegna svifryks í Reykjaneshöll. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hyggjast leysa svifryksvandann með ryksugu, en þjálfaranum var bannað að veita viðtal vegna málsins. 7.2.2007 19:47 Leikmenn Indiana enn til vandræða Lið Indiana Pacers er enn og aftur komið í fréttirnar á röngum forsendum en í dag greindi Indianapolis Star frá því að kráareigandi í borginni sakaði þrjá af leikmönnum liðsins um að hafa lamið sig illa aðfararnótt þriðjudags. Tveir af þessum leikmönnum voru einnig í eldlínunni í skotárásinni fyrir utan súlustað í borginni fyrr í vetur. 7.2.2007 19:31 Ólympíunefndin hafnar West Ham Fulltrúar Ólympíunefndarinnar á Englandi hafa lýst því yfir að ekkert verði af samstarfi við West Ham eða önnur knattspyrnufélög um byggingu Ólympíuleikvangsins í London fyrir leikana þar í borg árið 2012, því slíkt gæti orðið til þess að undirbúningur fyrir leikana tefðist og yrði mun kostnaðarsamari en ella. 7.2.2007 18:08 Ljungberg ætlar að vera áfram hjá Arsenal Sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg segist staðráðinn í að halda áfram að leika með Arsenal og segist ekki vilja fara frá félaginu þó samningur hans renni út í sumar. Ljungberg hefur verið orðaður við lið eins og AC Milan og Real Madrid. 7.2.2007 18:03 Ronaldo neitar ekki orðrómum Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United lagði sig lítið fram við að mótmæla þrálátum orðrómi um að hann væri að fara til Spánar eftir leik Portúgala og Brasilíumanna á Englandi í gær. 7.2.2007 18:00 Bæði lið þurfa á sigri að halda í kvöld Englendingar og Spánverjar mætast í vináttuleik í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 20. Bæði lið hafa verið í erfiðleikum í undankeppni EM í síðustu leikjum og þurfa því nauðsynlega að hrista af sér slenið í kvöld. 7.2.2007 16:50 Roy Keane: Lið San Marino er skelfilegt Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland og fyrrum leikmaður írska landsliðsins, blæs á þær klisjur að enginn leikur sé léttur í fótbolta. Írar mæta liði San Mario í undankeppni EM í kvöld og Keane hefur sínar skoðanir á leiknum. "Menn segja að enginn leikur í fótbolta sé auðveldur, en lið San Marino er skelfilegt og írska liðið á að vinna auðveldan stórsigur í kvöld," sagði Keane. 7.2.2007 16:43 Capello skammaður fyrir að hrósa öfgasinnuðum stuðningsmönnum Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, var tekinn inn á teppi hjá stjórn félagsins í dag þar sem hann var skammaður fyrir að hafa hrósað öfgasinnuðum stuðningsmönnum liðsins, Ultras Sur, fyrir stuðninginn í háðlegu tapi Real fyrir Levante á dögunum. 7.2.2007 16:28 Keflvíkingar fá til sín nýjan Bandaríkjamann Úrvalsdeildarlið Keflavíkur í körfubolta hefur náð samningi við Bandaríkjamanninn Jesse King sem áður lék með Texas A&M háskólanum. King er 26 ára framherji og bakvörður og er um tveir metrar á hæð. Hann er væntanlegur til Keflavíkur fyrir helgina. Þetta kemur fram á vef Keflavíkur í dag. 7.2.2007 16:24 Aðeins fimm heimavellir í A-deildinni standast kröfur Aðeins fimm leikvangar í A deildinni á Ítalíu eru sagðir standast hertar öryggiskröfur sem tilkynntar verða þar í landi í dag í kjölfar harmleiksins á leik Catania og Palermo á dögunum. Þetta eru Ólympíuleikvangurinn í Róm, heimavöllur Roma og Lazio, Ólympíuleikvangurinn í Tórínó, heimavöllur Juventus og Torino, Renzo Berbera (Palermo), Luigi Ferraris (Sampdoria) og San Filippo (Messina). 7.2.2007 16:08 Celtic mætir Milan á tómum San Siro Ítalska knattspyrnusambandið mun í dag tilkynna úrskurð sinn í öryggismálum eftir óeirðirnar þar í landi sem kostuðu enn eitt mannslífið um daginn, en þegar hefur verið tilkynnt að 11 heimavellir í A-deildinni standist ekk nýja og stranga öryggisstaðla. fyrir luktum dyrum. 7.2.2007 16:03 Ayala fer til Villarreal í sumar Argentínumaðurinn Roberto Ayala gengur í raðir Villarreal frá Valencia í sumar og hefur gegngið frá þriggja ára samningi. Hann er 33 ára gamall og þarf einn landsleik til við bótar til að verða landsleikjahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi. Ayala hefur verið kjölfestan í sigursælu liði Valencia um árabil, en flytur sig nú um set til smáliðsins í grennd við Valencia. 7.2.2007 15:39 Svifryksvandinn í Reykjaneshöll leystur með ryksugu Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ telja sig hafa komist fyrir heilbrigðisvandamál vegna svifriks í Reykjaneshöllinni með því að fjárfesta í sérstakri ryksugu ef marka má frétt á vef Víkurfrétta. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga var einn þeirra sem fundið höfðu til ónota í augum vegna svifryksmengunar í húsinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7.2.2007 14:49 Bikarmeistararnir mæta ÍR Í hádeginu var dregið í undanúrslitin í bikarkeppninni í handbolta. Bikarmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki mæta ÍR og þá eigast við Haukar og Fram. Í kvennaflokki eigast við Haukar og Valur annarsvegar og hinsvegar Grótta og ÍBV. Leikirnir fara fram dagana 20. og 21. febrúar. 7.2.2007 14:40 Solskjær samur við sig Norski ofurvaramaðurinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United segist ekki hafa neinar áhyggjur af því þó Henrik Larsson hafi verið valinn í byrjunarliðið á undan sér á dögunum og segist afar sáttur við sitt hlutskipti hjá félaginu. 7.2.2007 14:08 15 töp í röð hjá Boston Boston tapaði í nótt 15. leiknum í röð í NBA deildinni og ekkert lát virðist vera á hrakförum liðsins, þar sem aðalstjarnan Paul Pierce er enn langt frá því að snúa aftur úr erfiðum meiðslum. Boston steinlá fyrir Detroit í nótt og nú hefur liðið tapað 23 af 25 leikjum meðan Pierce er meiddur. 7.2.2007 13:33 Sjá næstu 50 fréttir
Margrét Lára fer til Vals Margrét Lára Viðarsdóttir mun samkvæmt heimildum fréttastofu skrifa undir tveggja ára samning við Val nú síðdegis. Margrét Lára hefur leikið með Valsstúlkum síðustu tvö sumur og þekkir því vel til aðstæðna á Hlíðarenda. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill liðsstyrkur Margrét Lára er fyrir Val, en hún var langbesti leikmaður Landsbankadeildar kvenna á síðustu leiktíð. 9.2.2007 12:19
Beckham verður með Real á morgun David Beckham hefur verið kallaður aftur inn í leikmannahóp Real Madrid fyrir leikinn gegn Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Gengi Real hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og hefur þjálfarinn Fabio Capello nú látið undan gríðarlegum þrýstingi um að gefa Beckham tækifæri á ný. 9.2.2007 12:08
Fimm sigrar í röð hjá Pistons Þrír leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöld. Detroit Pistons sigraði Los Angeles Lakers 93-78 en þetta var fimmti sigurleikur Pistons í röð. 9.2.2007 10:20
QPR: Leikmenn hugsanlega reknir fyrir slagsmál Gianni Paladini, stjórnarformaður QPR á Englandi, segir að vel komi til greina að reka leikmenn frá félaginu eftir að þeir lentu í hörkuslagsmálum við U-23 ára landslið Kína í æfingaleik á æfingasvæði enska félagsins í gærkvöld. Einn kínversku leikmannanna var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir átökin. 8.2.2007 19:27
Njarðvíkingar sigruðu í grannaslagnum Fjórir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Njarðvíkur eru enn á toppnum eftir góðan sigur á grönnum sínum í Grindavík 98-94 eftir framlengdan leik, en þetta var níundi sigur liðsins í röð. Keflavík lagði Þór Þorlákshöfn 86-74, Snæfell burstaði ÍR 95-72 og Hamar vann góðan útisigur á Tindastól 94-83. 8.2.2007 21:39
Grannliðin í Liverpool sektuð Knattspyrnufélögin Liverpool og Everton hafa verið sektuð um 10 þúsund pund og gefin hörð viðvörun vegna slagsmála sem brutust út í haust þegar varalið félaganna áttust við. Nokkrum leikmönnum var þá vísað af velli eftir að slagsmál brutust út þegar Jerzy Dudek markverði Liverpool var sýnt rauða spjaldið. Liverpool var sektað aukalega vegna óláta leikmanna liðsins. 8.2.2007 19:09
Sex leikvangar opnir fyrir áhorfendur um helgina Nú stefnir í að aðeins sex af þeim tíu viðureignum sem fyrirhugaðar eru í ítölsku A-deildinni um helgina verði fyrir framan áhorfendur, en í dag var birtur listi yfir heimavelli sem standast nýjar og hertar öryggiskröfur. Þetta eru leikvangar í Róm, Genoa, Siena, Cagliari, Tórínó og Palermo á Sikiley. 8.2.2007 16:57
Van der Sar verður frá í tvær vikur Hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar hjá Manchester United verður frá keppni í tvær vikur í viðbót vegna nefbrotsins í leiknum gegn Tottenham um síðustu helgi. Félagið tilkynnti þetta í dag, en það verður Pólverjinn ungi Tomasz Kuszczak sem tekur stöðu hans í markinu á meðan. 8.2.2007 16:45
Riquelme lánaður til heimalandsins Forseti Boca Juniors í Argentínu segir að félagið sé búið að gera fjögurra mánaða lánssamning við leikstjórnandann Juan Roman Riquelme hjá Villarreal og muni greiða spænska félaginu hátt í tvær milljónir evra fyrir. Riquelme hefur verið úti í kuldanum hjá Villarreal á leiktíðinni eftir deilur við þjálfara sinn. 8.2.2007 16:30
Martins stakk af til að sinna veikri móður sinni Glenn Roeder, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur farið þess á leit við þjálfara nígeríska landsliðsins að hann sýni framherjanum Obafemi Martins skilning eftir að hann skrópaði í landsleik Nígeríu og Gana í fyrrakvöld. Martins flaug heim til Nígeríu til að sækja veika móður sína, en landsliðsþjálfarinn varð æfur og sagðist ætla að setja Martins í bann fyrir að vanvirða landslið sitt. 8.2.2007 15:45
Ferguson ætlar að gefa ungliðunum tækifæri á næsta ári Sir Alex Ferguson segist vera mjög ánægður með efnilegan hóp ungliða hjá félaginu og hefur látið í það skína að hann muni gefa fjölda þeirra tækifæri með aðalliðinu á næstu leiktíð. Frábær árangur United síðustu árin er einmitt að miklum hluta byggður á ungliðum félagsins sem kallaðir voru ´92 árgangurinn. 8.2.2007 15:14
Arteta vill fara aftur til Spánar Miðjumaðurinn Mikel Arteta hjá Everton segir að hann hafi fullan hug á því að fara aftur til Spánar að spila, en segist þó ánægður í herbúðum enska liðsins. "Ég væri til í að fara aftur þangað, en ef félög hafa áhuga á mér, verða þau að ræða við Everton fyrst," sagði Arteta, sem hefur mikið verið orðaður við félög eins og Atletico Madrid undanfarið. 8.2.2007 15:10
Enska landsliðið fær lélega dóma Enskir fjölmiðlar eru skiljanlega ekki mjög hrifnir af frammistöðu enska landsliðsins í tapinu gegn Spánverjum í gær og í einkunnagjöfum eru það einna helst Jonathan Woodgate og markvörðurinn Ben Foster sem sleppa við öxina. 8.2.2007 14:52
Real og Barcelona ríkustu félögin Real Madrid er komið aftur í efsta sæti yfir ríkustu knattspyrnufélög Evrópu og erkifjendurnir Barcelona sitja í öðru sætinu. Þetta er niðurstaða ítarlegrar könnunar sem gerð hefur verið og sýnir 20 ríkustu félagslið í Evrópu. 8.2.2007 14:27
Lehmann á förum frá Arsenal? Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal hefur látið í það skína að hann verði ekki mikið lengur í herbúðum liðsins. Í samtali við Kicker í dag sagðist Lehmann ekki sáttur við stefnu Arsenal að bjóða leikmönnum yfir þrítugt aðeins eins árs samninga. 8.2.2007 14:22
Barcelona neitar að hafa rangt við Spænska liðið Barcelona neitar því að hafa aðhafst eitthvað ólöglegt og rætt við umboðsmann Portúgalans Cristianos Ronaldo, leikmanns Manchester United, um framtíð hans í vikunni. 8.2.2007 12:06
Sautján ára piltur yfirheyrður vegna dauða lögreglumanns Lögreglan á Sikiley greindi í dag frá því að yfirheyrslur stæðu nú yfir 17 ára pilti sem grunaður er um að vera valdur að dauða lögreglumanns í átökum tengdum viðureign sikileysku liðanna Catania og Palermo á föstudaginn var. 8.2.2007 11:20
Fær Milan að leika á San Siro í Meistardeildinni? Það ræðst í dag hvort AC Milan fær að leika heimaleik sinn í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn skoska liðinu Celtic á Giuseppe Meazza vellinum í Mílanó en hann uppfyllir ekki kröfur ítalska knattspyrnusambandsins um öryggi áhorfenda. Hugsanlegt er að leikurinn verði fluttur á hlutlausan völl í Frakklandi eða Sviss. 8.2.2007 11:02
Fjör á opinni MX æfingu Nitro Mikið fjör var á opinni MX æfingu Nitro um síðustu helgi. Um 50 manns tóku þátt og áttu frábæran dag. Haukur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Nitro, var hæstánægður með daginn og sagði aðspurður að góð þátttaka og frábær stemning væri hvatning til að halda fleiri slíkar æfingar. Fjöldi fólks hefði óskað eftir fleiri skipulögðum æfingum og stefnir Nitro á að halda fleiri slíkar æfingar í vetur. Þær halda hjólafólki betur saman, draga úr akstri á viðkvæmum svæðum og eru umfram allt stórskemmtilegar. 8.2.2007 10:58
Ætlar að veita stjörnum yfirhalningu Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, segist munu ræða við helstu stjörnur enska liðsins eftir að það lá fyrir Spánverjum í vináttulandsleik í Englandi í gær, 0-1. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem liðinu tekst ekki að sigra en það hefur farið heldur illa af stað í undankeppni Evrópumóts landsliða. 8.2.2007 10:22
Landis ver ekki titilinn Floyd Landis sem sigraði í Frakklandshjólreiðunum á síðasta ári hefur tilkynnt að hann ætli ekki að taka þátt í næstu keppni. Landis var sakaður um að hafa notað árangursbætandi lyf í keppninni síðast og lyfjaprófanir voru allar á þann veg. 8.2.2007 09:58
Bosh hafði betur gegn Howard í frábæru einvígi Toronto Raptors er heldur betur á góðu skriði í NBA deildinni þessa dagana og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð og þann níunda af síðustu ellefu þegar liðið skellti Orlando Magic 113-103. Stjörnuleikmennirnir Dwight Howard og Chris Bosh háðu mikið einvígi í leiknum og fóru báðir á kostum. 8.2.2007 03:50
McClaren: Sóknarleikurinn daufur Steve McClaren sagðist ekki hissa á því að áhorfendur á Old Trafford hefðu baulað á enska landsliðið þegar það gekk af velli eftir 1-0 tap gegn Spánverjum í gærkvöldi. Hann var nokkuð ánægður með frammistöðu nýju mannanna í enska hópnum, en sagði að bitleysi í sóknarleiknum hefði orðið sínum mönnum að falli. 8.2.2007 01:15
Þjóðverjar lögðu Svisslendinga - Ballack meiddist Þjóðverjar lögðu Svisslendinga nokkuð sannfærandi 3-1 í vináttuleik þjóðanna í Dusseldorf í gærkvöld þar sem heimamenn réðu ferðinni frá upphafi til enda. Michael Ballack þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik eftir að hafa tognað á læri, en þó nokkur broddur færi úr sóknarleik Þjóðverja eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 8.2.2007 00:46
KTM ísland í Englandi Nú er að færast ferðahugur í íslenska motocross ökumenn og er KTM Racing team Íslands að halda til Wheeldon farm í suðvestur hluta Englands,en þar er meðal annars að finna innanhús braut sem liðið hefur sótt í undanfarinn ár. 7.2.2007 23:11
San Marino svaraði Roy Keane Leikmenn San Marino hafa eflaust heyrt hvað Roy Keane sagði um lið þeirra í dag því þeir reyndust Írum erfiður ljár í þúfu í undankeppni EM og töpuðu naumlega 2-1 á heimavelli sínum, þar sem írska liðið stal sigrinum með marki þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 7.2.2007 22:43
Spánverjar lögðu slaka Englendinga Spánverjar unnu verðskuldaðan sigur á slöku liði Englendinga í vináttuleik í knattspyrnu á Old Trafford í kvöld. Það var varamaðurinn Andres Iniesta frá Barcelona sem skoraði sigurmark spænskra á 63. mínútu og færði Steve McClaren fyrsta tap sitt á heimavelli síðan hann tók við enska liðinu í sumar. 7.2.2007 22:32
Mikil ólga á Ítalíu í kjölfar lokunar leikvanga Eins og fram hefur komið í fréttum í dag verður mikill fjöldi leikja í ítalska boltanum á næstunni spilaður fyrir luktum dyrum eftir að öryggisreglur voru hertar gríðarlega á Ítalíu í dag. Kostnaðurinn við hvern dag sem leikjum er frestað er talinn vera um 15 milljónir evra. 7.2.2007 20:30
Washington - San Antonio í beinni á miðnætti Leikur Washington Wizards og San Antonio Spurs verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu á miðnætti í kvöld. Þar gefst NBA áhugamönnum tækifæri til að sjá einn litríkasta og besta leikmann deildarinnar Gilbert Arenas leika listir sínar. 7.2.2007 20:20
Kristjáni meinað að tjá sig um mengunina Þjálfari knattspyrnuliðs Keflavíkur leitaði sér læknisaðstoðar eftir að hafa fengið sýkingu í augu vegna svifryks í Reykjaneshöll. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hyggjast leysa svifryksvandann með ryksugu, en þjálfaranum var bannað að veita viðtal vegna málsins. 7.2.2007 19:47
Leikmenn Indiana enn til vandræða Lið Indiana Pacers er enn og aftur komið í fréttirnar á röngum forsendum en í dag greindi Indianapolis Star frá því að kráareigandi í borginni sakaði þrjá af leikmönnum liðsins um að hafa lamið sig illa aðfararnótt þriðjudags. Tveir af þessum leikmönnum voru einnig í eldlínunni í skotárásinni fyrir utan súlustað í borginni fyrr í vetur. 7.2.2007 19:31
Ólympíunefndin hafnar West Ham Fulltrúar Ólympíunefndarinnar á Englandi hafa lýst því yfir að ekkert verði af samstarfi við West Ham eða önnur knattspyrnufélög um byggingu Ólympíuleikvangsins í London fyrir leikana þar í borg árið 2012, því slíkt gæti orðið til þess að undirbúningur fyrir leikana tefðist og yrði mun kostnaðarsamari en ella. 7.2.2007 18:08
Ljungberg ætlar að vera áfram hjá Arsenal Sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg segist staðráðinn í að halda áfram að leika með Arsenal og segist ekki vilja fara frá félaginu þó samningur hans renni út í sumar. Ljungberg hefur verið orðaður við lið eins og AC Milan og Real Madrid. 7.2.2007 18:03
Ronaldo neitar ekki orðrómum Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United lagði sig lítið fram við að mótmæla þrálátum orðrómi um að hann væri að fara til Spánar eftir leik Portúgala og Brasilíumanna á Englandi í gær. 7.2.2007 18:00
Bæði lið þurfa á sigri að halda í kvöld Englendingar og Spánverjar mætast í vináttuleik í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 20. Bæði lið hafa verið í erfiðleikum í undankeppni EM í síðustu leikjum og þurfa því nauðsynlega að hrista af sér slenið í kvöld. 7.2.2007 16:50
Roy Keane: Lið San Marino er skelfilegt Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland og fyrrum leikmaður írska landsliðsins, blæs á þær klisjur að enginn leikur sé léttur í fótbolta. Írar mæta liði San Mario í undankeppni EM í kvöld og Keane hefur sínar skoðanir á leiknum. "Menn segja að enginn leikur í fótbolta sé auðveldur, en lið San Marino er skelfilegt og írska liðið á að vinna auðveldan stórsigur í kvöld," sagði Keane. 7.2.2007 16:43
Capello skammaður fyrir að hrósa öfgasinnuðum stuðningsmönnum Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, var tekinn inn á teppi hjá stjórn félagsins í dag þar sem hann var skammaður fyrir að hafa hrósað öfgasinnuðum stuðningsmönnum liðsins, Ultras Sur, fyrir stuðninginn í háðlegu tapi Real fyrir Levante á dögunum. 7.2.2007 16:28
Keflvíkingar fá til sín nýjan Bandaríkjamann Úrvalsdeildarlið Keflavíkur í körfubolta hefur náð samningi við Bandaríkjamanninn Jesse King sem áður lék með Texas A&M háskólanum. King er 26 ára framherji og bakvörður og er um tveir metrar á hæð. Hann er væntanlegur til Keflavíkur fyrir helgina. Þetta kemur fram á vef Keflavíkur í dag. 7.2.2007 16:24
Aðeins fimm heimavellir í A-deildinni standast kröfur Aðeins fimm leikvangar í A deildinni á Ítalíu eru sagðir standast hertar öryggiskröfur sem tilkynntar verða þar í landi í dag í kjölfar harmleiksins á leik Catania og Palermo á dögunum. Þetta eru Ólympíuleikvangurinn í Róm, heimavöllur Roma og Lazio, Ólympíuleikvangurinn í Tórínó, heimavöllur Juventus og Torino, Renzo Berbera (Palermo), Luigi Ferraris (Sampdoria) og San Filippo (Messina). 7.2.2007 16:08
Celtic mætir Milan á tómum San Siro Ítalska knattspyrnusambandið mun í dag tilkynna úrskurð sinn í öryggismálum eftir óeirðirnar þar í landi sem kostuðu enn eitt mannslífið um daginn, en þegar hefur verið tilkynnt að 11 heimavellir í A-deildinni standist ekk nýja og stranga öryggisstaðla. fyrir luktum dyrum. 7.2.2007 16:03
Ayala fer til Villarreal í sumar Argentínumaðurinn Roberto Ayala gengur í raðir Villarreal frá Valencia í sumar og hefur gegngið frá þriggja ára samningi. Hann er 33 ára gamall og þarf einn landsleik til við bótar til að verða landsleikjahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi. Ayala hefur verið kjölfestan í sigursælu liði Valencia um árabil, en flytur sig nú um set til smáliðsins í grennd við Valencia. 7.2.2007 15:39
Svifryksvandinn í Reykjaneshöll leystur með ryksugu Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ telja sig hafa komist fyrir heilbrigðisvandamál vegna svifriks í Reykjaneshöllinni með því að fjárfesta í sérstakri ryksugu ef marka má frétt á vef Víkurfrétta. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga var einn þeirra sem fundið höfðu til ónota í augum vegna svifryksmengunar í húsinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7.2.2007 14:49
Bikarmeistararnir mæta ÍR Í hádeginu var dregið í undanúrslitin í bikarkeppninni í handbolta. Bikarmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki mæta ÍR og þá eigast við Haukar og Fram. Í kvennaflokki eigast við Haukar og Valur annarsvegar og hinsvegar Grótta og ÍBV. Leikirnir fara fram dagana 20. og 21. febrúar. 7.2.2007 14:40
Solskjær samur við sig Norski ofurvaramaðurinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United segist ekki hafa neinar áhyggjur af því þó Henrik Larsson hafi verið valinn í byrjunarliðið á undan sér á dögunum og segist afar sáttur við sitt hlutskipti hjá félaginu. 7.2.2007 14:08
15 töp í röð hjá Boston Boston tapaði í nótt 15. leiknum í röð í NBA deildinni og ekkert lát virðist vera á hrakförum liðsins, þar sem aðalstjarnan Paul Pierce er enn langt frá því að snúa aftur úr erfiðum meiðslum. Boston steinlá fyrir Detroit í nótt og nú hefur liðið tapað 23 af 25 leikjum meðan Pierce er meiddur. 7.2.2007 13:33